Monti óttast „árásir“ fjárfesta á Evrópuríki 22. júní 2012 09:12 Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, hefur áhyggjur af árásum markaðsaðila á hagkerfin í Evrópu. Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, óttast að aðilar á markaði, eins og vogunarsjóðir og fleiri fjárfestar, muni stunda það að gera „árásir" á hagkerfi einstakra þjóða í Evrópu ef þjóðarleiðtogar í álfunni koma sér ekki saman um trúverðugar og almennar aðgerðir til þess að sporna gegn djúpri kreppu í Evrópu. Ítalir hafa verið að glíma við djúpa kreppu líkt og nágrannaríki landsins í Suður-Evrópu, Grikkland, Portúgal og Spánn. Það sem háir löndunum ekki síst er hár lántökukostnaður, sem hefur gert löndunum nær ómögulegt að endurfjármagna opinberar skuldir. Sem dæmi um það eru vextir á spænskum ríkisskuldabréfum nú með yfir sex prósenta áhættuálagi sem er verulega íþyngjandi fyrir ríkissjóð Spánar, en vaxtakjör sem eru með viðlíka álagi eru álitin ósjálfbær eða of íþyngjandi svo fjármögnunin borgi sig. Monti segir að nauðsynlegt sé fyrir leiðtoga Evrópu að bregðast við með samræmdum aðgerðum tafarlaust. Líklega sé ekki meira en vika til stefnu. Annars geti efnhagskreppan í Evrópu dýpkað enn frekar. Sjá má umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þessi mál hér. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, óttast að aðilar á markaði, eins og vogunarsjóðir og fleiri fjárfestar, muni stunda það að gera „árásir" á hagkerfi einstakra þjóða í Evrópu ef þjóðarleiðtogar í álfunni koma sér ekki saman um trúverðugar og almennar aðgerðir til þess að sporna gegn djúpri kreppu í Evrópu. Ítalir hafa verið að glíma við djúpa kreppu líkt og nágrannaríki landsins í Suður-Evrópu, Grikkland, Portúgal og Spánn. Það sem háir löndunum ekki síst er hár lántökukostnaður, sem hefur gert löndunum nær ómögulegt að endurfjármagna opinberar skuldir. Sem dæmi um það eru vextir á spænskum ríkisskuldabréfum nú með yfir sex prósenta áhættuálagi sem er verulega íþyngjandi fyrir ríkissjóð Spánar, en vaxtakjör sem eru með viðlíka álagi eru álitin ósjálfbær eða of íþyngjandi svo fjármögnunin borgi sig. Monti segir að nauðsynlegt sé fyrir leiðtoga Evrópu að bregðast við með samræmdum aðgerðum tafarlaust. Líklega sé ekki meira en vika til stefnu. Annars geti efnhagskreppan í Evrópu dýpkað enn frekar. Sjá má umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þessi mál hér.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira