Afrekskona hreyfir sig til góðs 22. júní 2012 12:30 Wow freyjurnar frá vinstri: Jórunn Jónsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Alma María Rögnvaldsdóttir og María Ögn Guðmundsdóttir. Alma María Rögnvaldsdóttir er ein þeirra sem lagði af stað hjólandi hringinn í kringum landið í byrjun vikunnar ásamt þremur öðrum liðsfélögum sínum, þeim Maríu Ögn Guðmundsdóttur, Jórunni Jónsdóttur og Ásdísi Kristjánsdóttur. Saman kalla þær sig Wow-freyjurnar. Tilgangur ferðarinnar var hin umtalaða hjólakeppni þar sem þrettán fjögurra manna lið kepptu sín í milli og söfnuðu áheitum sem renna óskipt til áheitaverkefnis Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði barna". Fyrstu liðin komu í mark í gær aðeins rúmum fjörutíu klukkustundum eftir brottför. Það er ekki fyrir hvern sem er að leggja í svona ferð og óhætt að segja að mikill undirbúningur og strangar æfingar liggi að baki.Fékk fjallahjól í fertugsafmælisgjöf Lífið spurði Ölmu hvenær hún fór að iðka hreyfingu af jafn mikilli alvöru og hún gerir í dag. „Þetta er búið að vinda upp á sig í gegnum tíðina í mínu tilfelli, ég stundaði til dæmis engar íþróttir sem barn, var svo í þessari klassísku baráttu við að reyna að byrja að hlaupa og taka mig á í ræktinni á þrítugsaldri. Svo þegar við fjölskyldan bjuggum í Hollandi fórum við hjónin aðeins að taka til í matarræðinu hjá okkur og í kjölfarið kom hreyfingin. Þegar Alma kom svo til Íslands á ný gekk hún í hlaupahóp hjá ÍR. „Þar fékk ég góðan þjálfara og lærði að hlaupa." Þegar Alma fagnaði svo fertugsafmælinu sínu gaf eiginmaðurinn henni fjallahjól. „Þá fékk ég bakteríuna fyrir alvöru og fór að taka þátt í fjallahjólakeppnum og þess háttar."Í sínu allra besta formi Alma viðurkennir að sportið séu tímafrekt en þetta sé einfaldlega orðinn partur af lífi fjölskyldunnar. „Börnin okkar tvö skilja reyndar stundum ekki alveg í okkur foreldrunum," segir Alma og hlær. „En við erum sem betur fer bæði í sportinu, hann er meira að segja kominn mun lengra en ég. Til að mynda hleypur hann allt upp í fimmtíu kílómetra á sínum æfingum. Mörkin færast alltaf lengra og lengra og það er virkilega gaman að sjá hvað maður getur, líkaminn er svo fullkominn," segir Alma sem viðurkennir einnig að það sé ánægjulegt að vera komin í sitt besta form komin yfir fertugt.Stefnir á hálfan járnkarl En að hringferðinni sjálfri, hvernig kom það til að þú ákvaðst að taka þátt í þessari keppni? „Ég fór að æfa fyrir þríþraut um áramótin og er að æfa fyrir hálfan járnkarl sem er 1,9 kílómetra sund, 90 km á reiðhjóli og hálft maraþon. Hjólaferðin kemur því svolítið óvænt inn í þetta allt saman en ég gat einfaldlega ekki sagt nei þegar ég fékk símtalið. Málefnið er bara þess eðlis, svo sakaði ekki að ég kannaðist við liðsmennina fyrir." Aðspurð hvernig undirbúningi Wow-freyjanna var háttað segir Alma þær hafa reynt eftir bestu getu að æfa undir álagi; Við vorum að vakna á nóttunni til að taka hjólaæfingu til að venjast því að hjóla þreyttar, einnig tókum við allt upp í fimm tíma æfingar um helgar. Svo hvíldum við mjög vel síðustu dagana fyrir ferðina."Ætlar að keyra næst Alma sagði ferðina hafa gengið mjög vel og að hún vonaðist til að sjá fleiri keppendur næst. „Keppnin á án efa eftir að vaxa hratt og keppendum fjölga, ég get ímyndað mér að útlendingum eigi eftir að finnast þetta spennandi en þar sem þessi keppni var ákveðin með stuttum fyrirvara náðu erlendir hjólreiðamenn líklega ekki að setja hana inn í sín hjólaplön." Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Alma fer hringinn öðruvísi en keyrandi því í fyrrasumar hljóp hún hringinn ásamt mágkonu sinni, Signýju Gunnarsdóttur, og mökum beggja til styrktar krabbameinssjúkum börnum. „Ætli ég keyri nú ekki næst," segir Alma að lokum glöð í bragði með afrekið. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá myndir af Ölmu í hinum ýmsu íþróttakeppnum. Heilsa Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Alma María Rögnvaldsdóttir er ein þeirra sem lagði af stað hjólandi hringinn í kringum landið í byrjun vikunnar ásamt þremur öðrum liðsfélögum sínum, þeim Maríu Ögn Guðmundsdóttur, Jórunni Jónsdóttur og Ásdísi Kristjánsdóttur. Saman kalla þær sig Wow-freyjurnar. Tilgangur ferðarinnar var hin umtalaða hjólakeppni þar sem þrettán fjögurra manna lið kepptu sín í milli og söfnuðu áheitum sem renna óskipt til áheitaverkefnis Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði barna". Fyrstu liðin komu í mark í gær aðeins rúmum fjörutíu klukkustundum eftir brottför. Það er ekki fyrir hvern sem er að leggja í svona ferð og óhætt að segja að mikill undirbúningur og strangar æfingar liggi að baki.Fékk fjallahjól í fertugsafmælisgjöf Lífið spurði Ölmu hvenær hún fór að iðka hreyfingu af jafn mikilli alvöru og hún gerir í dag. „Þetta er búið að vinda upp á sig í gegnum tíðina í mínu tilfelli, ég stundaði til dæmis engar íþróttir sem barn, var svo í þessari klassísku baráttu við að reyna að byrja að hlaupa og taka mig á í ræktinni á þrítugsaldri. Svo þegar við fjölskyldan bjuggum í Hollandi fórum við hjónin aðeins að taka til í matarræðinu hjá okkur og í kjölfarið kom hreyfingin. Þegar Alma kom svo til Íslands á ný gekk hún í hlaupahóp hjá ÍR. „Þar fékk ég góðan þjálfara og lærði að hlaupa." Þegar Alma fagnaði svo fertugsafmælinu sínu gaf eiginmaðurinn henni fjallahjól. „Þá fékk ég bakteríuna fyrir alvöru og fór að taka þátt í fjallahjólakeppnum og þess háttar."Í sínu allra besta formi Alma viðurkennir að sportið séu tímafrekt en þetta sé einfaldlega orðinn partur af lífi fjölskyldunnar. „Börnin okkar tvö skilja reyndar stundum ekki alveg í okkur foreldrunum," segir Alma og hlær. „En við erum sem betur fer bæði í sportinu, hann er meira að segja kominn mun lengra en ég. Til að mynda hleypur hann allt upp í fimmtíu kílómetra á sínum æfingum. Mörkin færast alltaf lengra og lengra og það er virkilega gaman að sjá hvað maður getur, líkaminn er svo fullkominn," segir Alma sem viðurkennir einnig að það sé ánægjulegt að vera komin í sitt besta form komin yfir fertugt.Stefnir á hálfan járnkarl En að hringferðinni sjálfri, hvernig kom það til að þú ákvaðst að taka þátt í þessari keppni? „Ég fór að æfa fyrir þríþraut um áramótin og er að æfa fyrir hálfan járnkarl sem er 1,9 kílómetra sund, 90 km á reiðhjóli og hálft maraþon. Hjólaferðin kemur því svolítið óvænt inn í þetta allt saman en ég gat einfaldlega ekki sagt nei þegar ég fékk símtalið. Málefnið er bara þess eðlis, svo sakaði ekki að ég kannaðist við liðsmennina fyrir." Aðspurð hvernig undirbúningi Wow-freyjanna var háttað segir Alma þær hafa reynt eftir bestu getu að æfa undir álagi; Við vorum að vakna á nóttunni til að taka hjólaæfingu til að venjast því að hjóla þreyttar, einnig tókum við allt upp í fimm tíma æfingar um helgar. Svo hvíldum við mjög vel síðustu dagana fyrir ferðina."Ætlar að keyra næst Alma sagði ferðina hafa gengið mjög vel og að hún vonaðist til að sjá fleiri keppendur næst. „Keppnin á án efa eftir að vaxa hratt og keppendum fjölga, ég get ímyndað mér að útlendingum eigi eftir að finnast þetta spennandi en þar sem þessi keppni var ákveðin með stuttum fyrirvara náðu erlendir hjólreiðamenn líklega ekki að setja hana inn í sín hjólaplön." Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Alma fer hringinn öðruvísi en keyrandi því í fyrrasumar hljóp hún hringinn ásamt mágkonu sinni, Signýju Gunnarsdóttur, og mökum beggja til styrktar krabbameinssjúkum börnum. „Ætli ég keyri nú ekki næst," segir Alma að lokum glöð í bragði með afrekið. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá myndir af Ölmu í hinum ýmsu íþróttakeppnum.
Heilsa Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira