Erlent

Breivik varar við því að skoðanabræður sínir geri árásir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breivik gerði grein fyrir máli sínu í dag.
Breivik gerði grein fyrir máli sínu í dag. mynd/ afp.
Fjöldi fólks sem viðstaddur var réttarhöldin yfir Anders Behring Brevik, norska fjöldamorðingjanum, yfirgaf dómhúsið þegar Breivik var gefinn kostur á að tjá sig um réttarhöldin undir lok þeirra í dag. Salurinn hafði áður verið fullur af áhorfendum, eftir því sem fram kemur á vef danska ríkisútvarpsins.

„Við þolum ekki að hlusta lengur á skoðanir hans vegna þess að við höfum nú þegar hlustað á þær í tíu vikur," sagði Trond Blattman í samtali við Danmarks Radio eftir að hann gekk út. Blattman missti son sinn í Útey þann 22. júlí í fyrra þegar Breivik skaut 69 manns til bana.

Í máli sínu varaði Breivik við því að skoðanabræður sínir muni fylgja í fótspor sín og gera árásir. Samkvæmt frásögn NRK varaði hann við því að allt að 40 þúsund manns gætu týnt lífi þegar það gerist.

Dómsuppsaga í máli Breiviks mun væntanlega fara fram seint í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×