Alonso og Vettel gætu lifað af saman hjá Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 22. júní 2012 22:15 "Hver er bestur?" spyr Vettel Alonso hér örugglega. Það væri fróðlegt að sjá, keppi þeir einhverntíma báðir í rauðu. nordicphotos/afp Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari liðsins, er viss um að Fernando Alonso og Sebastian Vettel gætu lifað af sem liðsfélagar hjá Ferrari-liðinu. Mikil óvissa hefur ríkt um hver verði liðsfélagi Alonso á næsta ári. Felipe Massa hefur ekki ekið eins og Ferrari-ökuþór sæmir undanfarin ár og nú er sæti hans orðið það heitt að yfirmenn hans eru farnir að líta í kringum sig. Ummæli Domenicali um Vettel hafa aðeins kastað olíu á eldinn í þeim efnum. "Ég held að þeir séu báðir bráðsnjallir gæjar og gætu vel lifað af sem liðsfélagar," sagði Domenicali við Sport Bild og Auto Bild. Bernie Ecclestone tók í sama streng í sama viðtali og sagði að liðsskipanin myndi ekki verða til vandræða. "Þetta yrði ekkert vandamál. Báðir eru endalaust að leita að nýjum áskorunum. Það að vera liðsfélagi helsta keppinautar þíns er helsta áskorun hvers ökumanns." Sögurnar af liðsfélögum Alonso eru margar skrautlegar. Mikið veður var til dæmis gert útaf erjum milli Alonso og Lewis Hamilton þegar báðir óku fyrir McLaren-liðið árið 2007. Alonso skildi við liðið í fússi og gekk aftur til liðs við Renault þar sem hann fékk að vera númer eitt. Hann gekk svo til liðs við Ferrari þar sem fyrir var Felipe Massa. Sá liðsfélagi á ekki séns í Alonso, sem er af mörgum talinn einn sá besti, ef ekki sá besti, ökumaður í Formúlu 1 síðari ára. Sebastian Vettel flokkast auðvitað í sama flokk og Alonso, með þeim bestu. Það yrði því fróðlegt að sjá hvernig samstarf þessara ökuþóra myndi þróast. Formúla Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari liðsins, er viss um að Fernando Alonso og Sebastian Vettel gætu lifað af sem liðsfélagar hjá Ferrari-liðinu. Mikil óvissa hefur ríkt um hver verði liðsfélagi Alonso á næsta ári. Felipe Massa hefur ekki ekið eins og Ferrari-ökuþór sæmir undanfarin ár og nú er sæti hans orðið það heitt að yfirmenn hans eru farnir að líta í kringum sig. Ummæli Domenicali um Vettel hafa aðeins kastað olíu á eldinn í þeim efnum. "Ég held að þeir séu báðir bráðsnjallir gæjar og gætu vel lifað af sem liðsfélagar," sagði Domenicali við Sport Bild og Auto Bild. Bernie Ecclestone tók í sama streng í sama viðtali og sagði að liðsskipanin myndi ekki verða til vandræða. "Þetta yrði ekkert vandamál. Báðir eru endalaust að leita að nýjum áskorunum. Það að vera liðsfélagi helsta keppinautar þíns er helsta áskorun hvers ökumanns." Sögurnar af liðsfélögum Alonso eru margar skrautlegar. Mikið veður var til dæmis gert útaf erjum milli Alonso og Lewis Hamilton þegar báðir óku fyrir McLaren-liðið árið 2007. Alonso skildi við liðið í fússi og gekk aftur til liðs við Renault þar sem hann fékk að vera númer eitt. Hann gekk svo til liðs við Ferrari þar sem fyrir var Felipe Massa. Sá liðsfélagi á ekki séns í Alonso, sem er af mörgum talinn einn sá besti, ef ekki sá besti, ökumaður í Formúlu 1 síðari ára. Sebastian Vettel flokkast auðvitað í sama flokk og Alonso, með þeim bestu. Það yrði því fróðlegt að sjá hvernig samstarf þessara ökuþóra myndi þróast.
Formúla Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira