Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2012 17:46 Blikastúlkur höfðu ástæðu til þess að fagna í Eyjum. Mynd / Ernir Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. Þetta var fyrsti sigur Blika í bikarkeppninni í þrjú ár og var hann í meira lagi dramatískur. Auk markaveislunnar fór rauða spjaldið á loft í þrígang en gestirnir úr Kópavogi spiluðu manni fleiri stærstan hluta framlengingarinnar. Gestirnir úr Kópavogi komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Ella Dís Thorarensen skoraði. Aðeins þremur mínútum síðar var varnarmaðurinn Guðrún Erla Hilmarsdóttir á ferðinni eftir hornspyrnu og tvöfaldaði forystu gestanna. Serbinn Danka Podovac minnkaði muninn á besta tíma fyrir heimakonur á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki beint úr aukaspyrnu og gaf Eyjakonum góða von. Kantmaðurinn Vesna Vmiljkovic jafnaði metin fyrir Eyjakonur um miðjan síðari hálfleikinn og leikurinn í járnum. Bæði lið urðu einum færri á 84. mínútu þegar Vesnu Smiljkovic og Rögnu Björk Einarsdóttur var vikið af velli með rautt spjald. Eyjakonan í Kópavogsliðinu, Fanndís Friðriksdóttir, virtist hafa tryggt Breiðabliki farseðilinn í átta liða úrslitin þegar hún skoraði tveimur mínútum fyrir leikslok. Engu að síðar tókst Eyjakonum að jafna. Julie Nelson, miðvörður og landsliðsmaður Norður-Íra, jafnaði metin á fjórðu mínútu viðbótartíma úr vítaspyrnu. Framlengingin byrjaði á því að Elínborgu Ingvarsdóttur, miðverði ÍBV, var vikið af velli fyrir að gefa Andreu Hauksdóttur olnbogaskot. Blikar manni fleiri. Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn 3-3 en Fanndís Friðriksdóttir kom gestunum yfir með öðru marki sínu á 114. mínútu. Eyjakonur, sem enn voru manni færri, gáfust ekki upp og varamaðurinn Shaneka Gordon nýtti hraða sinn og jafnaði metin á 117. mínútu með marki upp á sitt einsdæmi. Jafnt og vítaspyrnukeppni framundan. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var mikil. Hlín Gunnlaugsdóttir klúðraði öðru víti Blika og Eyjakonur gátu tryggt sér sigur í sinni fimmtu spyrnu. Sigríði Láru Garðarsdóttur brást hins vegar bogalistin og fara þurfti í bráðabana. Þar varði Birna Kristjánsdóttir spyrnu Önnu Þórunnar Guðmundsdóttur og Kópavogsstelpur fögnuðu sigri. Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 4-5 Fanndís Friðriksdóttir skoraði 5-5 Julie Nelson skoraði 5-5 Hlín G klúðraði víti 6-5 Hlíf Hauksdóttir skoraði 6-6 Andrea R. Hauksdóttir skoraði 7-6 Shaneka Gordon skoraði 7-7 Guðrún Erla Hilmarsdóttir skoraði 8-7 Elísa Viðarsdóttir skoraði 8-8 Hildur Sif Hauksdótir skoraði 8-8 Sigríður Lára Garðarsdóttir klúðraði víti 8-9 María Rós Arngrímsdóttir skoraði 8-9 Anna Þórunn Guðmundsdóttir klúðraði víti -Breiðablik sigrar Þetta var annar sigur Blika í Eyjum á tímabilinu en Blikar unnu 1-0 sigur í viðureign liðanna í Heimaey fyrr í sumar. Leikirnir sjö sem eftir eru í 16-liða úrslitum bikarsins fara fram á föstudag og laugardag.Föstudagur Höttur - Valur kl. 18 Selfoss - FH kl. 19.15 KR - HK/Víkingur kl. 19.15 Fylkir - Haukar kl. 19.15Laugardagur kl. 14.00 Keflavík - Þór/KA Afturelding - ÍA Stjarnan - Fjölnir Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. Þetta var fyrsti sigur Blika í bikarkeppninni í þrjú ár og var hann í meira lagi dramatískur. Auk markaveislunnar fór rauða spjaldið á loft í þrígang en gestirnir úr Kópavogi spiluðu manni fleiri stærstan hluta framlengingarinnar. Gestirnir úr Kópavogi komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Ella Dís Thorarensen skoraði. Aðeins þremur mínútum síðar var varnarmaðurinn Guðrún Erla Hilmarsdóttir á ferðinni eftir hornspyrnu og tvöfaldaði forystu gestanna. Serbinn Danka Podovac minnkaði muninn á besta tíma fyrir heimakonur á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki beint úr aukaspyrnu og gaf Eyjakonum góða von. Kantmaðurinn Vesna Vmiljkovic jafnaði metin fyrir Eyjakonur um miðjan síðari hálfleikinn og leikurinn í járnum. Bæði lið urðu einum færri á 84. mínútu þegar Vesnu Smiljkovic og Rögnu Björk Einarsdóttur var vikið af velli með rautt spjald. Eyjakonan í Kópavogsliðinu, Fanndís Friðriksdóttir, virtist hafa tryggt Breiðabliki farseðilinn í átta liða úrslitin þegar hún skoraði tveimur mínútum fyrir leikslok. Engu að síðar tókst Eyjakonum að jafna. Julie Nelson, miðvörður og landsliðsmaður Norður-Íra, jafnaði metin á fjórðu mínútu viðbótartíma úr vítaspyrnu. Framlengingin byrjaði á því að Elínborgu Ingvarsdóttur, miðverði ÍBV, var vikið af velli fyrir að gefa Andreu Hauksdóttur olnbogaskot. Blikar manni fleiri. Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn 3-3 en Fanndís Friðriksdóttir kom gestunum yfir með öðru marki sínu á 114. mínútu. Eyjakonur, sem enn voru manni færri, gáfust ekki upp og varamaðurinn Shaneka Gordon nýtti hraða sinn og jafnaði metin á 117. mínútu með marki upp á sitt einsdæmi. Jafnt og vítaspyrnukeppni framundan. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var mikil. Hlín Gunnlaugsdóttir klúðraði öðru víti Blika og Eyjakonur gátu tryggt sér sigur í sinni fimmtu spyrnu. Sigríði Láru Garðarsdóttur brást hins vegar bogalistin og fara þurfti í bráðabana. Þar varði Birna Kristjánsdóttir spyrnu Önnu Þórunnar Guðmundsdóttur og Kópavogsstelpur fögnuðu sigri. Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 4-5 Fanndís Friðriksdóttir skoraði 5-5 Julie Nelson skoraði 5-5 Hlín G klúðraði víti 6-5 Hlíf Hauksdóttir skoraði 6-6 Andrea R. Hauksdóttir skoraði 7-6 Shaneka Gordon skoraði 7-7 Guðrún Erla Hilmarsdóttir skoraði 8-7 Elísa Viðarsdóttir skoraði 8-8 Hildur Sif Hauksdótir skoraði 8-8 Sigríður Lára Garðarsdóttir klúðraði víti 8-9 María Rós Arngrímsdóttir skoraði 8-9 Anna Þórunn Guðmundsdóttir klúðraði víti -Breiðablik sigrar Þetta var annar sigur Blika í Eyjum á tímabilinu en Blikar unnu 1-0 sigur í viðureign liðanna í Heimaey fyrr í sumar. Leikirnir sjö sem eftir eru í 16-liða úrslitum bikarsins fara fram á föstudag og laugardag.Föstudagur Höttur - Valur kl. 18 Selfoss - FH kl. 19.15 KR - HK/Víkingur kl. 19.15 Fylkir - Haukar kl. 19.15Laugardagur kl. 14.00 Keflavík - Þór/KA Afturelding - ÍA Stjarnan - Fjölnir Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45