Fréttaskýring: Fjársjóður og umhverfisvá á Norðurslóðum Magnús Halldórsson skrifar 29. júní 2012 11:23 Olíuvinnsla á Norðurslóðum getur haft mikil áhrif, pólitísk og efnahagslega, segir í umfjöllun The Economist. Landsframleiðsla í Grænlandi mun aukast um 300 prósent á næstu þremur árum ef uppbyggingaráform London Mining og Alcoa ganga eftir. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt The Economist á efnahagslegum tækifærum á Norðurslóðum sem birtist með tölublaði ritsins 16. júní sl. Ritið er 14 síður og er farið ítarlega yfir efnahagsleg og umhverfisleg áhrif þess ef farið verður út í mikla nýtingu á olíuauðlindum svæðisins, sem er raunar þegar komin af stað.Miklar fjárfestingar Fjallað er ítarlega um stöðu mála á Grænlandi í ritinu. Námufyrirtækið London Mining hefur þegar hafið framkvæmdir í tengslum við námuvinnslu á Grænlandi en heildarfjárfesting á næstu þremur árum vegna framkvæmdanna er upp á nærri þrjá milljarða dali, eða sem nemur 375 milljörðum króna. Álframleiðandinn Alcoa hefur uppi áform um að reisa álver skammt fyrir utan Nuuk, að því er fram kemur í The Economist. Heildarfjárfestingin vegna þessa verkefnis gæti farið vel yfir tvo milljarða dala, eða sem nemur 250 milljörðum króna. Heildarstarfsmannafjöldi við þessi verkefni er um fimm þúsund manns og er ekki síst horft til þess að kínverskir verkamenn sinni þessum störfum. Samhliða þessu eru orkufyrirtæki víða um heim að horfa til þess að byggja upp orkuver sem nýta vatnsafl til raforkuframleiðslu, með það fyrir augum að selja orkuna til Evrópu, Kanada og Bandaríkjanna um sæstrengi. Þannig gæti Grænland þjónað stóru svæði sem umhverfisvænt raforku „batterý“.Olía og gas Í umfjöllun The Economist segir einnig að gríðarlegar olíuauðlindir séu á Norðurslóðum samkvæmt skýrslu sem blaðið vitnar til og unnin var af Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna. Samkvæmt henni er áætlað að 13 prósent af öllum vannýttum olíuauðlindum heimsins séu á Norðurslóðum og 30 prósent af nýtanlegum jarðgasauðlindum. Olíuauðlindirnar eru sagðar vera að mestu leyti innan yfirráðasvæðis Kanada, Bandaríkjanna og Grænlands, auk Noregs. Þá er talað um að jarðgasauðlindirnar séu að mestu leyti innan lögsögu Noregs og Rússlands.Ekkert um Ísland Í allri umfjöllun The Economist er ekki minnst á tækifæri í íslenskri lögsögu, t.d. innan Drekasvæðisins, en þó er vikið að því að nokkur óvissa sé um það nákvæmlega hvernig landið liggur þegar kemur að olíuauðlindum á svæðinu, þar sem það hefur ekki verið rannsakað ítarlega. Á grafískri mynd af svæðinu sem til umfjöllunar er í The Economist er Ísland í jaðrinum, og því ekki miðpunktur umfjöllunarinnar.Djúpstæð áhrif Einnig er talað um að áhrifin af opnun siglingarleiðarinnar um Norðurslóðir, vegna bráðnunar íss, geti haft mikil og djúpstæð pólitísk og efnahagsleg áhrif á öll ríkin sem tilheyra svæðinu. Mikil hagsmunabarátta sé nú þegar farin í gang, ekki síst í Rússlandi, þar sem alþjóðleg stórfyrirtæki, eins og Gazprom, RussNeft, Exxon Mobil og mörg fleiri, reyna að tryggja sér landssvæði og rannsóknarleyfi, auk uppbyggingar hafna. Í umfjöllun The Economist segir að vegna þess hver þróunin sé hröð, og mörg verkefni í pípunum, sé töluverð hætta á pólitískum og efnahagslegum árekstrum, vegna undirliggjandi hagsmunabaráttu um auðlindir annars vegar og flutningaleiðir hins vegar. Á teikniborðinu eru fjárfestingar upp á meira en eitt þúsund milljarða dala, eða sem nemur 125 þúsund milljörðum króna.Umhverfisáhrif Sérstaklega er vikið að því að þjóðir heimsins standi frammi fyrir stórum spurningum þegar kemur að Norðurslóðum. Þær snúi ekki síst að því hvernig auðlindanýting á svæðinu samrýmist markmiðum um að draga úr olíunotkun og losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Blaðið segir raunar að nýting olíuauðlinda á svæðinu sé um margt prófsteinn á það hvernig orkunotkun heimsins eigi að þróast, þar sem umhverfisvænni orkugjafar séu vannýttir víða um heim og sterk rök séu fyrir því ganga fram af hófsemd þegar kemur að olíuvinnslu á svæðinu. Í leiðara blaðsins er í reynd gengið lengra, og sterklega varað við því að olíuvinnsla fari of hratt af stað og að fyrirtæki fái svo til óáreitt, á grundvelli rannsóknarleyfa, að hefja vinnslu á svæðinu. Þó margt bendi til þess að „fjársjóð“ sé að finna á svæðinu þá gæti nýting hans haft mikil neikvæð umhverfisleg áhrif fyrir komandi kynslóðir. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Landsframleiðsla í Grænlandi mun aukast um 300 prósent á næstu þremur árum ef uppbyggingaráform London Mining og Alcoa ganga eftir. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt The Economist á efnahagslegum tækifærum á Norðurslóðum sem birtist með tölublaði ritsins 16. júní sl. Ritið er 14 síður og er farið ítarlega yfir efnahagsleg og umhverfisleg áhrif þess ef farið verður út í mikla nýtingu á olíuauðlindum svæðisins, sem er raunar þegar komin af stað.Miklar fjárfestingar Fjallað er ítarlega um stöðu mála á Grænlandi í ritinu. Námufyrirtækið London Mining hefur þegar hafið framkvæmdir í tengslum við námuvinnslu á Grænlandi en heildarfjárfesting á næstu þremur árum vegna framkvæmdanna er upp á nærri þrjá milljarða dali, eða sem nemur 375 milljörðum króna. Álframleiðandinn Alcoa hefur uppi áform um að reisa álver skammt fyrir utan Nuuk, að því er fram kemur í The Economist. Heildarfjárfestingin vegna þessa verkefnis gæti farið vel yfir tvo milljarða dala, eða sem nemur 250 milljörðum króna. Heildarstarfsmannafjöldi við þessi verkefni er um fimm þúsund manns og er ekki síst horft til þess að kínverskir verkamenn sinni þessum störfum. Samhliða þessu eru orkufyrirtæki víða um heim að horfa til þess að byggja upp orkuver sem nýta vatnsafl til raforkuframleiðslu, með það fyrir augum að selja orkuna til Evrópu, Kanada og Bandaríkjanna um sæstrengi. Þannig gæti Grænland þjónað stóru svæði sem umhverfisvænt raforku „batterý“.Olía og gas Í umfjöllun The Economist segir einnig að gríðarlegar olíuauðlindir séu á Norðurslóðum samkvæmt skýrslu sem blaðið vitnar til og unnin var af Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna. Samkvæmt henni er áætlað að 13 prósent af öllum vannýttum olíuauðlindum heimsins séu á Norðurslóðum og 30 prósent af nýtanlegum jarðgasauðlindum. Olíuauðlindirnar eru sagðar vera að mestu leyti innan yfirráðasvæðis Kanada, Bandaríkjanna og Grænlands, auk Noregs. Þá er talað um að jarðgasauðlindirnar séu að mestu leyti innan lögsögu Noregs og Rússlands.Ekkert um Ísland Í allri umfjöllun The Economist er ekki minnst á tækifæri í íslenskri lögsögu, t.d. innan Drekasvæðisins, en þó er vikið að því að nokkur óvissa sé um það nákvæmlega hvernig landið liggur þegar kemur að olíuauðlindum á svæðinu, þar sem það hefur ekki verið rannsakað ítarlega. Á grafískri mynd af svæðinu sem til umfjöllunar er í The Economist er Ísland í jaðrinum, og því ekki miðpunktur umfjöllunarinnar.Djúpstæð áhrif Einnig er talað um að áhrifin af opnun siglingarleiðarinnar um Norðurslóðir, vegna bráðnunar íss, geti haft mikil og djúpstæð pólitísk og efnahagsleg áhrif á öll ríkin sem tilheyra svæðinu. Mikil hagsmunabarátta sé nú þegar farin í gang, ekki síst í Rússlandi, þar sem alþjóðleg stórfyrirtæki, eins og Gazprom, RussNeft, Exxon Mobil og mörg fleiri, reyna að tryggja sér landssvæði og rannsóknarleyfi, auk uppbyggingar hafna. Í umfjöllun The Economist segir að vegna þess hver þróunin sé hröð, og mörg verkefni í pípunum, sé töluverð hætta á pólitískum og efnahagslegum árekstrum, vegna undirliggjandi hagsmunabaráttu um auðlindir annars vegar og flutningaleiðir hins vegar. Á teikniborðinu eru fjárfestingar upp á meira en eitt þúsund milljarða dala, eða sem nemur 125 þúsund milljörðum króna.Umhverfisáhrif Sérstaklega er vikið að því að þjóðir heimsins standi frammi fyrir stórum spurningum þegar kemur að Norðurslóðum. Þær snúi ekki síst að því hvernig auðlindanýting á svæðinu samrýmist markmiðum um að draga úr olíunotkun og losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Blaðið segir raunar að nýting olíuauðlinda á svæðinu sé um margt prófsteinn á það hvernig orkunotkun heimsins eigi að þróast, þar sem umhverfisvænni orkugjafar séu vannýttir víða um heim og sterk rök séu fyrir því ganga fram af hófsemd þegar kemur að olíuvinnslu á svæðinu. Í leiðara blaðsins er í reynd gengið lengra, og sterklega varað við því að olíuvinnsla fari of hratt af stað og að fyrirtæki fái svo til óáreitt, á grundvelli rannsóknarleyfa, að hefja vinnslu á svæðinu. Þó margt bendi til þess að „fjársjóð“ sé að finna á svæðinu þá gæti nýting hans haft mikil neikvæð umhverfisleg áhrif fyrir komandi kynslóðir.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira