Einar Daði annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar | Fimmti í Kladno Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2012 15:28 Einar Daði Lárusson. ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á helgina á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékkland en hann fékk 7898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa ná flestum stigum í einni tugþraut. Einar Daði bætti sitt persónulega met um 308 stig og bætti jafnframt árangur þjálfara síns Þráins Hafsteinssonar. Einar Daði er þar með orðinn annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar. Þráinn náði mest 7592 stigum árið 1983 en Íslandsmet Jóns Arnars er 8573 stig sett í Götzis 1998. Einar Daði bætti sig mikið frá því á móti á Ítalíu 5. til 6. maí þar sem hann náði þriðja sæti með því að fá 7590 stig. Hann bætti þá sitt persónulega met um þrjú stig en tók nú risastökk. Einar Daði bætti sig í fyrstu níu greinunum frá því á Ítalíu og endaði því með 308 fleiri stig á þessu móti sem er stórkostleg bæting hjá stráknum. Hann var með 19. besta árangurinn fyrir keppnina og hafði sett stefnuna á því að ná inn á topp tíu. Einar Daði gerði gott betur en það og nú vantar ekki mikið upp á að hann brjóti 8000 stiga múrinn. Dmitriy Karpov frá Kasakstan fékk 8173 stig og vann mótið, Roman Sebrle frá Tékklandi varð annar með 8097 stig og í þriðja sæti var Hollendingurinn Pelle Rietveld með 8073 stig. Einar Daði var 146 stigum á eftir Tékkanum Adam Sebastian Helcelet sem varð í fjórða sætinu.Samanburður á árangri Einars Daða á síðustu tveimur mótum:100 metra hlaup Í Kladno - 11,23 sek 810 stigÁ Ítalíu - 11.24 sek 808 stigLangstökk Í Kladno - 7,35 metrar 898 stigÁ Ítalíu - 7,16 metrar 852 stigKúluvarp Í Kladno - 13,99 metrar 728 stigÁ Ítalíu - 13.50 metrar 698 stigHástökk Í Kladno - 2,04 metrar 840 stigÁ Ítalíu - 1,98 metrar 785 stig400 metra hlaup Í Kladno - 49,16 sekúndur 854 stigÁ Ítalíu - 49,55 sekúndur 835 stigSamtals eftir fyrri dag Í Kladno - 4130 stigÁ Ítalíu - 3978 stig110 metra grindarhlaup Í Kladno - 14,49 sekúndur 912 stigÁ Ítalíu - 14,83 sekúndur 870 stigKringlukast Í Kladno - 38,74 metrar 639 stigÁ Ítalíu - 38,09 metrar 626 stigStangarstökk Í Kladno - 4,77 metrar 840 stigÁ Ítalíu - 4,65 metrar 804 stigSpjótkast Í Kladno - 56,03 metrar 678 stigÁ Ítalíu - 51,29 metrar 608 stig1500 metra hlaup Í Kladno - 4:37.12 mínútur 699 stigÁ Ítalíu - 4:36,34 mínútur 704 stigSamtals Í Kladno - 7898 stigÁ Ítalíu - 7590 stig Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á helgina á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékkland en hann fékk 7898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa ná flestum stigum í einni tugþraut. Einar Daði bætti sitt persónulega met um 308 stig og bætti jafnframt árangur þjálfara síns Þráins Hafsteinssonar. Einar Daði er þar með orðinn annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar. Þráinn náði mest 7592 stigum árið 1983 en Íslandsmet Jóns Arnars er 8573 stig sett í Götzis 1998. Einar Daði bætti sig mikið frá því á móti á Ítalíu 5. til 6. maí þar sem hann náði þriðja sæti með því að fá 7590 stig. Hann bætti þá sitt persónulega met um þrjú stig en tók nú risastökk. Einar Daði bætti sig í fyrstu níu greinunum frá því á Ítalíu og endaði því með 308 fleiri stig á þessu móti sem er stórkostleg bæting hjá stráknum. Hann var með 19. besta árangurinn fyrir keppnina og hafði sett stefnuna á því að ná inn á topp tíu. Einar Daði gerði gott betur en það og nú vantar ekki mikið upp á að hann brjóti 8000 stiga múrinn. Dmitriy Karpov frá Kasakstan fékk 8173 stig og vann mótið, Roman Sebrle frá Tékklandi varð annar með 8097 stig og í þriðja sæti var Hollendingurinn Pelle Rietveld með 8073 stig. Einar Daði var 146 stigum á eftir Tékkanum Adam Sebastian Helcelet sem varð í fjórða sætinu.Samanburður á árangri Einars Daða á síðustu tveimur mótum:100 metra hlaup Í Kladno - 11,23 sek 810 stigÁ Ítalíu - 11.24 sek 808 stigLangstökk Í Kladno - 7,35 metrar 898 stigÁ Ítalíu - 7,16 metrar 852 stigKúluvarp Í Kladno - 13,99 metrar 728 stigÁ Ítalíu - 13.50 metrar 698 stigHástökk Í Kladno - 2,04 metrar 840 stigÁ Ítalíu - 1,98 metrar 785 stig400 metra hlaup Í Kladno - 49,16 sekúndur 854 stigÁ Ítalíu - 49,55 sekúndur 835 stigSamtals eftir fyrri dag Í Kladno - 4130 stigÁ Ítalíu - 3978 stig110 metra grindarhlaup Í Kladno - 14,49 sekúndur 912 stigÁ Ítalíu - 14,83 sekúndur 870 stigKringlukast Í Kladno - 38,74 metrar 639 stigÁ Ítalíu - 38,09 metrar 626 stigStangarstökk Í Kladno - 4,77 metrar 840 stigÁ Ítalíu - 4,65 metrar 804 stigSpjótkast Í Kladno - 56,03 metrar 678 stigÁ Ítalíu - 51,29 metrar 608 stig1500 metra hlaup Í Kladno - 4:37.12 mínútur 699 stigÁ Ítalíu - 4:36,34 mínútur 704 stigSamtals Í Kladno - 7898 stigÁ Ítalíu - 7590 stig
Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira