Viðskipti erlent

Niðursveifla á mörkuðum

Niðursveifla varð á mörkuðum í Asíu í nótt og evran féll í verði að nýju. Hlutabréfavísitölur í Japan og Hong Kong lækkuðu um rúmt prósent og heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði einnig.

Markaðir í Evrópu hafa hinsvegar sýnt grænar tölur í upphafi viðskipta í morgun en hækkanir þar eru allsstaðar innan við prósentið.

Þessi órói á mörkuðum skýrist að mestu af því að fjárfestar hafa áhyggjur af að bankabjörgunin á Spáni sem tilkynnt var um síðustu helgi muni ekki leysa vandamálin á evrusvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×