SAAB fyrirtækið, sem um árabil hefur verið eitt af flaggskipum sænsks iðnaðar, hefur endanlega verið selt til kínversks-sænks fjárfestingafélags sem hyggst nýta sér vörumerkið fyrir framleiðslu á rafmagnsbílum. Fjárrfestingafélagið heitir National Electric Vehicle Sweden (NEVS).
SAAB varð formlega gjaldþrota í desember sl. eftir tveggja ára þrautagöngu með General Motors sem eiganda. Kaupverðið er ekki gefið upp, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC, en í apríl sl. sagði skiptastjóri þrotabús SAAB að eignir væru til upp í um þriðjung af heildarskuldum upp á 1,2 milljarða punda, eða sem nemur um tæplega 240 milljörðum króna.
Sjá má frétt BBC um söluna á SAAB hér.
SAAB verður einungis rafmagnsbíll í framtíðinni
