Viðskipti erlent

Man. Utd. horfir til Bandaríkjanna eftir nýju hlutafé

Wayne Rooney er ein skærasta stjarna Manchest United, sem þessa dagana er að undirbúa öflun nýs hlutafjár.
Wayne Rooney er ein skærasta stjarna Manchest United, sem þessa dagana er að undirbúa öflun nýs hlutafjár.
Forsvarsmenn og eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United skoða nú þann möguleika að afla nýs hlutafjár í Bandaríkjunum frekar en Singapore eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Félagið hyggst afla um einum milljarði punda í nýtt hlutafé, sem jafngildir um 200 milljörðum íslenskra króna.

Hlutafjárútboðið hefur tafist vegna erfiðra aðstæðna á hlutafjármörkuðum, en nokkur hlutafjárútboð í Asíu hafa tafist að undanförnu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Sjá má umfjöllun BBC hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×