Innlent

300.000 kr. miskabætur í Aratúnsmálinu

BBI skrifar

Blaðamaður DV var dæmdur til að greiða íbúa í Aratúni 300.000 króna miskabætur fyrir ærumeiðingar og 800.000 kr í málskostnað í Hæstarétti í dag.



Málið varðaði ummæli í þremur blaðagreinum DV um nágrannaerjur í Aratúni í Garðabæ sem birtust síðla árs 2010. Erjurnar hafa staðið nokkur ár og vakið mikla athygli í fjölmiðlum og á netinu.



Í málinu var krafist ómerkingar 19 ummæla sem fram komu í greinunum. Hæstiréttu féllst á ómerkingu 17 ummæla. Meðal þeirra voru setningar eins og: „Margdæmd Aratúnshjón.", „Hjónin eru með nokkurn feril ákærumála á bakinu.", „Auk þessarar árásar kærði konan þau hjón fyrir að hafa hellt lími yfir bifreið hennar.".



Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að um ærumeiðingar væri að ræða og dæmdi blaðamanninn til greiðslu 700.000 króna í miskabætur og 750.000 króna í málskostnað. Hæstiréttur mildaði dóminn að nokkru leyti.


Tengdar fréttir

Aratúnsmálið flutt fyrir Hæstarétti

Málflutningur fór fram í svokölluðu Aratúnsmáli fyrir Hæstarétti í dag. Í málinu er blaðamaður DV, Jón Bjarki Magnússon, krafinn um bætur vegna umfjöllunar hans um nágrannaerjur í Aratúni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×