Viðskipti erlent

Burger King ætlar að opna 1000 staði í Kína

Yfir 12.500 Burger King-staðir eru víðsvegar um heiminn, flestir í Evrópu.
Yfir 12.500 Burger King-staðir eru víðsvegar um heiminn, flestir í Evrópu.
Hamborgarakeðjan Burger King stefnir að því að opna um þúsund veitingastaði í Kína á næstu fimm til sjö árum. Nú þegar eru 60 staðir í landinu en með þessu ætlar keðjan að hasla sér völl á þessum risastóra markaði. Keðjan á þó langt í land samanborið við samkeppnisaðilann McDonalds sem er með 1400 útibú í Kína. Á síðustu mánuðum hefur keðjan opnað hundruði staða í Rússlandi og Brasilíu. Yfir 12.500 Burger King-staðir eru víðsvegar um heiminn, flestir í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×