Viðskipti erlent

Forstjóri Lego sniðgengur skatta í Danmörku

Kjeld Kirk Kristiansen forstjóra Lego í Danmörku hefur tekist að komast hjá því að borga skatta til danska ríkisins árum saman.

Í ítarlegri umfjöllun í blaðinu BT segir m.a. að á árinum 2004 til 2006 voru 375 milljónir danskra króna, eða tæplega 8 milljarðar króna, borgaðar beint inn á reikninga Kristiansen í Sviss. Af þessari fjárhæð borgaði forstjórinn 5% í skatta í Sviss í stað 25% fyrirtækjaskatts til danska ríkisins.

Kristiansen setti á fót félag í Sviss sem fær höfundarréttargreiðslur af sölu Lego kubba. Í hvert sinn sem slíkur kubbur er seldur í heiminum fitnar reikningur Kristiansen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×