Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í frjálsu falli í morgun. Verðið á Brent olíunni er komið rétt undir 100 dollara og hefur ekki verið lægra síðan í febrúar í fyrra.

Brentolían hefur lækkað um tæp 2% síðan í gærkvöldi og miðað við hámarkið í ár í mars s.l. hefur verðið lækkað um 22%. Sömu sögu er að segja af bandarísku léttolíunni en verðið á henni er komið niður í rúma 85 dollara og hefur ekki verið lægra síðan síðasta sumar.

Það sem veldur þessu eru væntingar um að nýjar tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum sem birtar verða seinna í dag sýni að efnahagsástandið þarlendis sé enn í mikilli lægð. Þá hafa hráolíubrigðir Bandaríkjanna ekki verið meiri síðan árið 1990.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×