Viðskipti erlent

Facebook gæti lækkað lágmarksaldur

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
mynd/AFP
Talið er að samskiptamiðillinn Facebook muni brátt lækka lágmarksaldur notenda sinna. Þannig munu börn yngri en 13 ára fá aðgang að síðunni, þó aðeins undir eftirliti forráðamanns.

Það var bandaríska fréttablaðið Wall Street Journal sem greindi frá þessu í dag. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að foreldrar muni hafa stjórn yfir notendareikningum barna sinna og geti til dæmis stöðvað ákveðnar vinabeiðnir.

Aðgangur barna undir 13 ára aldri að síðunni hefur hingað til verið heftur. Það er þó mýmörg dæmi um að börn hafi gefið upp rangar upplýsingar þegar reikningur að síðunni er stofnaður.

Nú þegar eru notendur Facebook rúmlega 900 milljón talsins — þessi breyting kemur þó til með að auka notendafjölda síðunnar verulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×