Microsoft frumsýnir Xbox SmartGlass 5. júní 2012 11:37 Hin árlega E3 tölvuleikjaráðstefna stendur nú sem hæst í Los Angeles. Þar gefst tölvuleikjaframleiðendum tækifæri á að ræða við viðskiptavini sína og spilara og kynna helstu nýjungar sínar. Sem fyrr var gríðarleg eftirvænting fyrir kynningu Microsoft en leikjatölva fyrirtækisins, Xbox 360, er ein sú vinsælasta í heimi. Margt bar á góma í ræðu Microsoft en það sem vakti hvað mesta athygli var nýstárleg tækni sem fyrirtækið hefur haft í þróun síðustu mánuði. Nýjungin er kölluð Xbox SmartGlass en í henni sameinast öll helstu afþreyingartæki heimilsins. Þannig munu notendur geta stjórnað leikjatölvu, sjónvarpi og tölvum í gegnum spjaldtölvur sem eru knúnar af stýrikerfi Microsoft. „Xbox SmartGlass virkar með öllum tækjum heimilisins: sjónvarpið, snjallsíminn og spjaldtölvan," sagði Marc Whitten, stjórnandi Xbox Live þjónustunnar. „SmartGlass breytir öllum sjónvörpum í snjall-sjónvörp." Þá var stutt kynningarmyndband frumsýnt þar sem Xbox SmartGlass var notað til að stjórna tölvuleiknum Halo 4 í gegnum Xbox leikjatölvuna. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hin árlega E3 tölvuleikjaráðstefna stendur nú sem hæst í Los Angeles. Þar gefst tölvuleikjaframleiðendum tækifæri á að ræða við viðskiptavini sína og spilara og kynna helstu nýjungar sínar. Sem fyrr var gríðarleg eftirvænting fyrir kynningu Microsoft en leikjatölva fyrirtækisins, Xbox 360, er ein sú vinsælasta í heimi. Margt bar á góma í ræðu Microsoft en það sem vakti hvað mesta athygli var nýstárleg tækni sem fyrirtækið hefur haft í þróun síðustu mánuði. Nýjungin er kölluð Xbox SmartGlass en í henni sameinast öll helstu afþreyingartæki heimilsins. Þannig munu notendur geta stjórnað leikjatölvu, sjónvarpi og tölvum í gegnum spjaldtölvur sem eru knúnar af stýrikerfi Microsoft. „Xbox SmartGlass virkar með öllum tækjum heimilisins: sjónvarpið, snjallsíminn og spjaldtölvan," sagði Marc Whitten, stjórnandi Xbox Live þjónustunnar. „SmartGlass breytir öllum sjónvörpum í snjall-sjónvörp." Þá var stutt kynningarmyndband frumsýnt þar sem Xbox SmartGlass var notað til að stjórna tölvuleiknum Halo 4 í gegnum Xbox leikjatölvuna. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira