Viðskipti erlent

Ætla að kaupa Víski fyrir 200 milljarða

Viský, það selst vel, þótt efnahagsþrengingar einkenni flesta markaði.
Viský, það selst vel, þótt efnahagsþrengingar einkenni flesta markaði.
Drykkjarvörurisinn Diageo ætlar sér að fjárfesta í viský framleiðslu fyrir einn milljarða punda, eða sem nemur tæplega 200 milljörðum króna, á næstu fimm árum. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag.

Um 250 varanleg störf munu skapast í Skotlandi á hverju ári vegna þessa, en ný verksmiðja verður m.a. byggð í Speyside vegna þessa.

Diageo velti um þremur milljörðum punda á síðasta rekstrarári, eða sem nemur um 600 milljörðum króna. Paul Walsh, forstjóri Diageo, segir í samtali við BBC að hann vonist til þess að fyrirtækið haldi áfram að skila góðum rekstrarárangi, en það hefur vaxið um 50 prósent á síðustu fimm árum.

Sjá má umfjöllun BBC um þessi viðskipti hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×