Viðskipti erlent

Hlutabréf í Evrópu hækka

Magnús Halldórsson skrifar
Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa hækkað í dag eftir að Seðlabanki Evrópu ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í einu prósenti. Jafnvel þó ákvörðunin hafi ekki komið á óvart þóttu þetta skilaboð um að ekki hefði verið nauðsynlegt að lækka vextina enn frekar til þess að örva hagvöxt. Verðbólga mælist nú 2,4 prósent á evruvæðinu en verðbólgumarkmið seðlabankans er 2 prósent.

DAX vísitalan þýska hækkaði um 1,4 prósent í morgun, eftir að ákvörðun Seðlabanka Evrópu lá fyrir, að því er greint er frá á vefsíðu Wall Street Journal. Flestar aðrar vísitölur í Evrópu hafa hækkað um eitt til tvö prósent það sem af er degi.

Sjá á frekari umfjöllun um þessi mál hjá Wall Street Journal hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×