Viðskipti erlent

Kínverjar lækka stýrivexti

BBI skrifar
Stjórnvöld í Kína lækkuðu stýrivexti í landinu í gær. Það er tilraun til að örva hagvöxt landsins.

Hagvöxtur í Kína hefur verið mikill undanfarin ár. Nú hefur hægt nokkuð á honum en hann var 8,1% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Stýrivaxtalækkunin er hugsuð til að örva lánastarfsemi í landinu og auka þar með hagvöxtinn. Þar í landi hefur lánastarfsemi staðið undir stórum hluta hagvaxtarins.

Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% niður í 6,31%. Innlánsvextir Banka fólksins (e. People's bank of China) lækkuðu einnig um 0,25%.

Umfjöllun BBC um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×