Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu fellur hratt að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið hratt að nýju í nótt. Verðið á bandarísku léttolíunni hefur lækkað um 3% síðan í gær og stendur í rúmum 82 dollurum á tunnuna. Verðið á Brent olíunni hefur lækkað um 2% á sama tíma og kostar tunnan af henni nú 98 dollara.

Þessar lækkanir eru í stíl við lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Asíu í nótt. Evrópumarkaðir hafa einnig verið í rauðum tölum frá því þeir voru opnaðir í morgun.

Þessi niðursveifla hefur komið sérfræðingum í opna skjöldu en talið er að hún skýrst m.a. af því að Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna tilkynnti ekki um frekari aðgerðir til að auka efnahagsbata landsins á fundi í gær eins og vænst hafði verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×