Forsetaefnin fjalla um utanríkisstefnu forseta 9. júní 2012 13:02 Forsetaefnin fjölluðu um hlutverk forseta á alþjóðavettvangi í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Á forseti markvisst að lýsa eigin sjónarmiðum á alþjóðavettvangi, jafnvel þótt þau gangi gegn stefnu sitjandi ríkisstjórnar?Andrea Ólafsdóttir segir forsetann vera öryggisvörð lýðræðisins Ef lýðræðið virkar eins og það á að gera í raun, þá ætti ríkisstjórn lýðveldisins að tala í takt við meirihlutaviljann og þegar allt er í eðlilegu horfi þá tala fulltrúar ríkisstjórnarinnar fyrir stefnu sinni, bæði utan ríkis sem innan. Það er þó ekki útilokað að það komi upp mjög óvenjulegar aðstæður og tilvik þar sem ríkisstjórn talar ekki máli meirihlutaviljans eða gengur þvert gegn hagsmunum þjóðarinnar og þá er það skylda forseta að tala fyrir þeim. Hlutverk forseta er fyrst og fremst að vera öryggisvörður um lýðræðið og réttindi fólksins í landinu og hann getur þurft að tala fyrir þeim réttindum í neyðartilvikum.Ari Trausti segir forseta eiga að útskýra málstað síns fólks Nei, enda þótt telja megi að hann hafi neyðarrétt ef svo ber undir. Forseti hefur aldrei sett fram altæka, pólitíska utanríkisstefnu né útfærða heildarstefnu í öðrum helstu málaflokkum enda ekki eins manns pólitískur flokkur (eða vingull sem er með utanríkisafstöðu eins stjórnmálaflokks í einu máli og afstöðu annars í öðru) heldur þjóðkjörinn trúnaðarmaður sem útskýrir málstaði síns fólks. Seinni tíma tilbúningur um „utanríkisstefnu forseta" er í andstöðu við eðlileg og stjórnarskrárbundin samskipti forseta, ráðherra, þings og almennings. Forseti hefur málfrelsi eins og aðrir en hann er embættismaður sem stuðlar að samræðum, lausnum og góðri kynningu á því er lýðræðislegur meirihluti þeirra, sem hann er í forsvari fyrir, hefur valið. Utanríkisstefnan er mótuð á Alþingi hverju sinni og um einstök atriði hennar er sjaldan full sátt meðal kjósenda og við það situr. Forseti getur ekki valið sér viðhlæjendur.Hannes Bjarnason segir forseta beitia sér í félagslega pólitískum málum Forseti á að vera hreinn og beinn, hann á að vera einlægur og sannur. Forsetinn á að vera fyrirmynd að samfélagi sem hefur sannleika, réttlæti handa öllum og lýðræði að leiðarljósi. Hann á að geta sagt sína skoðun á hlutum, samtímis sem hann er meðvitaður um það að hann á ekki að beita sér í pólitískum málum. Og þar á ég við flokkspólitískum málum. Forsetinn á að sjálfsögðu að geta beitt sér í samfélagslegum, pólitískum málum. Forseti á að mínu mati ekki að berjast fyrir eigin utanríkisstefnu en á samt að geta talað gegn stefnu ríkisstjórnar ef sú stefna brýtur gegn hans innri sannfæringu. Þetta ættu þó forseti og ríkisstjórn að geta tekið á í sameiningu og fundið lausn á hvernig best er að haga málflutningi með hagsmuni Íslands að leiðarljósi.Herdís Þorgeirsdóttir segir forseta þurfa að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi Forseti Íslands er talsmaður þjóðarinnar og því eru það hagsmunir hennar sem hann hefur að leiðarljósi í afstöðu sinni. Á alþjóðavettvangi gætir forseti að virðingu þjóðarinnar og íslenska ríkisins, hagsmunum þjóðarinnar og ábyrgð okkar í samfélagi þjóðanna. Hagsmunum þjóðarinnar er best borgið ef að málsvarar hennar tali einum rómi út á við. Það er þó ekki útilokað að aðstæður gætu verið þess eðlis að forseti teldi sig knúinn til að tala máli þjóðarinnar vegna þess að hags munum hennar væri ógnað og stór hluti þjóðarinnar væri þeirrar skoðunar sjálfur. Það er sannfæring mín að forseti sem talar fyrir grundvallargildum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis geti ekki farið gegn stefnu stjórnvalda nema þau séu komin af leið.Ólafur Ragnar Grímsson segir samhljóm æskilegan Eins og ég hef ítrekað hvað eftir annað er æskilegast að samhljómur ríki milli forseta og ríkisstjórnar á þeim vettvangi. Þó geta komið á dagskrá stór mál þar sem forseti telur nauðsynlegt að fylgja framsýnum áherslum. Það gerði Ásgeir Ásgeirsson 1956-1958. Það gerði ég í Icesave-málinu. Forseti getur líka tekið frumkvæði í utanríkismálum eins og ég hef gert í rúm 10 ár í málefnum Norðurslóða. Á undanförnum misserum hafa bæði ríkisstjórn og Alþingi mótað sína stefnu í samræmi við þær áherslur. Það er fagnaðarefni.Þóra Arnórsdóttir segir stjórnvöld og forseta eiga að tala einni röddu á alþjóðavettvangi Nei, ég tel það ekki eðlilegt. Við Íslendingar eigum helst að tala einni röddu á alþjóðavettvangi þegar kemur að hagsmunum lands og þjóðar. Þess eru mörg dæmi í sögunni að forsetinn væri ekki sammála ríkisstjórn en fyrri forsetar, þ.e. þeir sem komu á undan þeim sem nú situr, gagnrýndu aldrei stefnu ríkisstjórnar opinberlega. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Forsetaefnin fjölluðu um hlutverk forseta á alþjóðavettvangi í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Á forseti markvisst að lýsa eigin sjónarmiðum á alþjóðavettvangi, jafnvel þótt þau gangi gegn stefnu sitjandi ríkisstjórnar?Andrea Ólafsdóttir segir forsetann vera öryggisvörð lýðræðisins Ef lýðræðið virkar eins og það á að gera í raun, þá ætti ríkisstjórn lýðveldisins að tala í takt við meirihlutaviljann og þegar allt er í eðlilegu horfi þá tala fulltrúar ríkisstjórnarinnar fyrir stefnu sinni, bæði utan ríkis sem innan. Það er þó ekki útilokað að það komi upp mjög óvenjulegar aðstæður og tilvik þar sem ríkisstjórn talar ekki máli meirihlutaviljans eða gengur þvert gegn hagsmunum þjóðarinnar og þá er það skylda forseta að tala fyrir þeim. Hlutverk forseta er fyrst og fremst að vera öryggisvörður um lýðræðið og réttindi fólksins í landinu og hann getur þurft að tala fyrir þeim réttindum í neyðartilvikum.Ari Trausti segir forseta eiga að útskýra málstað síns fólks Nei, enda þótt telja megi að hann hafi neyðarrétt ef svo ber undir. Forseti hefur aldrei sett fram altæka, pólitíska utanríkisstefnu né útfærða heildarstefnu í öðrum helstu málaflokkum enda ekki eins manns pólitískur flokkur (eða vingull sem er með utanríkisafstöðu eins stjórnmálaflokks í einu máli og afstöðu annars í öðru) heldur þjóðkjörinn trúnaðarmaður sem útskýrir málstaði síns fólks. Seinni tíma tilbúningur um „utanríkisstefnu forseta" er í andstöðu við eðlileg og stjórnarskrárbundin samskipti forseta, ráðherra, þings og almennings. Forseti hefur málfrelsi eins og aðrir en hann er embættismaður sem stuðlar að samræðum, lausnum og góðri kynningu á því er lýðræðislegur meirihluti þeirra, sem hann er í forsvari fyrir, hefur valið. Utanríkisstefnan er mótuð á Alþingi hverju sinni og um einstök atriði hennar er sjaldan full sátt meðal kjósenda og við það situr. Forseti getur ekki valið sér viðhlæjendur.Hannes Bjarnason segir forseta beitia sér í félagslega pólitískum málum Forseti á að vera hreinn og beinn, hann á að vera einlægur og sannur. Forsetinn á að vera fyrirmynd að samfélagi sem hefur sannleika, réttlæti handa öllum og lýðræði að leiðarljósi. Hann á að geta sagt sína skoðun á hlutum, samtímis sem hann er meðvitaður um það að hann á ekki að beita sér í pólitískum málum. Og þar á ég við flokkspólitískum málum. Forsetinn á að sjálfsögðu að geta beitt sér í samfélagslegum, pólitískum málum. Forseti á að mínu mati ekki að berjast fyrir eigin utanríkisstefnu en á samt að geta talað gegn stefnu ríkisstjórnar ef sú stefna brýtur gegn hans innri sannfæringu. Þetta ættu þó forseti og ríkisstjórn að geta tekið á í sameiningu og fundið lausn á hvernig best er að haga málflutningi með hagsmuni Íslands að leiðarljósi.Herdís Þorgeirsdóttir segir forseta þurfa að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi Forseti Íslands er talsmaður þjóðarinnar og því eru það hagsmunir hennar sem hann hefur að leiðarljósi í afstöðu sinni. Á alþjóðavettvangi gætir forseti að virðingu þjóðarinnar og íslenska ríkisins, hagsmunum þjóðarinnar og ábyrgð okkar í samfélagi þjóðanna. Hagsmunum þjóðarinnar er best borgið ef að málsvarar hennar tali einum rómi út á við. Það er þó ekki útilokað að aðstæður gætu verið þess eðlis að forseti teldi sig knúinn til að tala máli þjóðarinnar vegna þess að hags munum hennar væri ógnað og stór hluti þjóðarinnar væri þeirrar skoðunar sjálfur. Það er sannfæring mín að forseti sem talar fyrir grundvallargildum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis geti ekki farið gegn stefnu stjórnvalda nema þau séu komin af leið.Ólafur Ragnar Grímsson segir samhljóm æskilegan Eins og ég hef ítrekað hvað eftir annað er æskilegast að samhljómur ríki milli forseta og ríkisstjórnar á þeim vettvangi. Þó geta komið á dagskrá stór mál þar sem forseti telur nauðsynlegt að fylgja framsýnum áherslum. Það gerði Ásgeir Ásgeirsson 1956-1958. Það gerði ég í Icesave-málinu. Forseti getur líka tekið frumkvæði í utanríkismálum eins og ég hef gert í rúm 10 ár í málefnum Norðurslóða. Á undanförnum misserum hafa bæði ríkisstjórn og Alþingi mótað sína stefnu í samræmi við þær áherslur. Það er fagnaðarefni.Þóra Arnórsdóttir segir stjórnvöld og forseta eiga að tala einni röddu á alþjóðavettvangi Nei, ég tel það ekki eðlilegt. Við Íslendingar eigum helst að tala einni röddu á alþjóðavettvangi þegar kemur að hagsmunum lands og þjóðar. Þess eru mörg dæmi í sögunni að forsetinn væri ekki sammála ríkisstjórn en fyrri forsetar, þ.e. þeir sem komu á undan þeim sem nú situr, gagnrýndu aldrei stefnu ríkisstjórnar opinberlega.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira