Forsetaefnin fjalla um stór pólitísk málefni 9. júní 2012 13:04 Forsetaefnin lýstu skoðun sinni á því hvort forseti ætti að taka afstöðu til stórra pólitískra mála í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Á forseti að lýsa yfir afstöðu sinni til stórra pólitískra deilumála á borð við umsókn um aðild að Evrópusambandinu?Andrea Ólafsdóttir segir forseta eiga að standa vörðum vilja þjóðar Mál sem hafin eru yfir flokkadrætti og ríkur þverpólitískur meirihlutavilji er fyrir (70 til 100 prósent) eru að mínu mati ekki umdeild en eru þó oft þannig úr garði gerð að miklir hagsmunir liggja hjá minnihlutanum sem stendur gegn breytingum sem meirihlutinn vill að nái fram að ganga. Í slíkum meirihlutamálum sem geta varðað ríka almannahagsmuni, tiltekt í sérhagsmunalöggjöf eða varðandi fullveldi þjóðar á forseti að standa vörð um að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar nái fram að ganga. Hann getur tekið þannig afstöðu með þjóðinni án þess að blanda sér í dægurþras flokkspólitíkur.Ari Traustis vill straumlínulaga samræðu Hvaða mál eru á borð við aðildina að Evrópusambandinu og hver eru í öðrum eða þriðja flokki? Aðeins val á máli til að taka afstöðu í, með eða á móti, setur hugmyndum um deilumálaforseta skorður. Eins og fram kemur hér að ofan verður forseti (kjörinn með 35 prósent atkvæða?) að vinna traust og trúnað sem flestra er ekki kusu hann og halda trúnaði hinna. Hann talar ekki eins og Framsóknarmaður í einu máli, Vinstri grænn í öðru og sem maður úr enn einum flokki í því þriðja. Hann er sá sem laðar fram uppbyggilega samræðu, tínir fram rök með og móti, „straumlínu lagar" umræðu, hlustar á lausnir og segir frá þeim eða leggur sínar hugmyndir fram án skilyrða. Þannig getur hann verið öflugur í samfélagsumræðu um Evrópusambandið og aðstoðað við að ná fram upplýstri afstöðu til alls sem að því lýtur; hvort sem aðildarsamningur verður til eða ekki.Hannes Bjarnason segir forseta þurfa að leggja öllspilin á borðið Að mínu mati á forseti að lýsa eigin afstöðu til pólitískra deilumála. Enn og aftur vitandi um það að hann getur ekki, og má ekki beita sér í þessum málum. Að segja sína skoðun á hlutunum er mikilvægt því það snýst um gegnsæi. Þegar forseti hefur látið skoðun sína í ljós veit þjóðin hvar hún hefur forseta sinn. Það aftur leiðir til þess að forseti getur verið opinn, fólk veit hvar það hefur forsetann og getur treyst því að hann sé heiðarlegur og segi hlutina eins og þeir blasa við honum. Ef forseti leitast við að sætta misleita hópa verður að ríkja gegnsæi og viðkomandi aðilar verða að geta treyst því að forsetinn hafi engra dulda hagsmuna að gæta. Það að lýsa skoðun sinni snýst einmitt um það að leggja öll spil á borðið og vera heiðarlegur í sjálfum sér og um sínar skoðanir.Herdís Þorgeirsdóttir vill að forseti reyni að skýra heildarmyndina Sé embætti forseta Íslands skipað einstaklingi sem hefur þekkingu, innsæi, burði og dómgreind og hefur hag þjóðarinnar eingöngu að leiðarljósi er ekki útilokað að hann komi að umræðu um stór pólitísk deilumál. Hvernig getur hann verið málsvari þjóðarinnar ef hann tekur ekki afstöðu? Það verður hins vegar að vera öllum ljóst að hann er engum hagsmunum háður öðrum en þjóðarinnar þegar hann talar. Enda á hann að tala af yfirvegun og þekkingu og í þeim tilgangi að reyna að skýra heildarmyndina.Ólafur Ragnar Grímsson segir eðlilegt að forseti tjái hug sinn Þótt forseti taki ekki þátt í daglegum umræðum eða átökum á vettvangi Alþingis og stjórnmála geta verið sett á dagskrá einstæð stórmál, líkt og breytingar á stjórnskipun lýðveldisins og aðild að Evrópusambandinu og eðlilegt að forseti tjái þjóðinni hug sinn í slíkum málum sem haft geta afgerandi áhrif á framtíð Íslendinga í áratugi og jafnvel aldir.Þóra Arnórsdóttir vill að forsetinn sameini en sundri ekki Nei, ég tel að forsetinn eigi að vera til sameiningar í landinu, ekki til að sundra. Forsetaembættið væri á rangri leið ef það tæki þátt í pólitískum deilumálum á borð við aðild að Evrópusambandinu, virkjun Kárahnjúka eða kjör öryrkja svo örfá umdeild mál séu nefnd. Hvað aðildarumsóknina varðar þá er það alveg skýrt að þjóðin mun hafa lokaorðið í hreinni og beinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Forsetaefnin lýstu skoðun sinni á því hvort forseti ætti að taka afstöðu til stórra pólitískra mála í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Á forseti að lýsa yfir afstöðu sinni til stórra pólitískra deilumála á borð við umsókn um aðild að Evrópusambandinu?Andrea Ólafsdóttir segir forseta eiga að standa vörðum vilja þjóðar Mál sem hafin eru yfir flokkadrætti og ríkur þverpólitískur meirihlutavilji er fyrir (70 til 100 prósent) eru að mínu mati ekki umdeild en eru þó oft þannig úr garði gerð að miklir hagsmunir liggja hjá minnihlutanum sem stendur gegn breytingum sem meirihlutinn vill að nái fram að ganga. Í slíkum meirihlutamálum sem geta varðað ríka almannahagsmuni, tiltekt í sérhagsmunalöggjöf eða varðandi fullveldi þjóðar á forseti að standa vörð um að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar nái fram að ganga. Hann getur tekið þannig afstöðu með þjóðinni án þess að blanda sér í dægurþras flokkspólitíkur.Ari Traustis vill straumlínulaga samræðu Hvaða mál eru á borð við aðildina að Evrópusambandinu og hver eru í öðrum eða þriðja flokki? Aðeins val á máli til að taka afstöðu í, með eða á móti, setur hugmyndum um deilumálaforseta skorður. Eins og fram kemur hér að ofan verður forseti (kjörinn með 35 prósent atkvæða?) að vinna traust og trúnað sem flestra er ekki kusu hann og halda trúnaði hinna. Hann talar ekki eins og Framsóknarmaður í einu máli, Vinstri grænn í öðru og sem maður úr enn einum flokki í því þriðja. Hann er sá sem laðar fram uppbyggilega samræðu, tínir fram rök með og móti, „straumlínu lagar" umræðu, hlustar á lausnir og segir frá þeim eða leggur sínar hugmyndir fram án skilyrða. Þannig getur hann verið öflugur í samfélagsumræðu um Evrópusambandið og aðstoðað við að ná fram upplýstri afstöðu til alls sem að því lýtur; hvort sem aðildarsamningur verður til eða ekki.Hannes Bjarnason segir forseta þurfa að leggja öllspilin á borðið Að mínu mati á forseti að lýsa eigin afstöðu til pólitískra deilumála. Enn og aftur vitandi um það að hann getur ekki, og má ekki beita sér í þessum málum. Að segja sína skoðun á hlutunum er mikilvægt því það snýst um gegnsæi. Þegar forseti hefur látið skoðun sína í ljós veit þjóðin hvar hún hefur forseta sinn. Það aftur leiðir til þess að forseti getur verið opinn, fólk veit hvar það hefur forsetann og getur treyst því að hann sé heiðarlegur og segi hlutina eins og þeir blasa við honum. Ef forseti leitast við að sætta misleita hópa verður að ríkja gegnsæi og viðkomandi aðilar verða að geta treyst því að forsetinn hafi engra dulda hagsmuna að gæta. Það að lýsa skoðun sinni snýst einmitt um það að leggja öll spil á borðið og vera heiðarlegur í sjálfum sér og um sínar skoðanir.Herdís Þorgeirsdóttir vill að forseti reyni að skýra heildarmyndina Sé embætti forseta Íslands skipað einstaklingi sem hefur þekkingu, innsæi, burði og dómgreind og hefur hag þjóðarinnar eingöngu að leiðarljósi er ekki útilokað að hann komi að umræðu um stór pólitísk deilumál. Hvernig getur hann verið málsvari þjóðarinnar ef hann tekur ekki afstöðu? Það verður hins vegar að vera öllum ljóst að hann er engum hagsmunum háður öðrum en þjóðarinnar þegar hann talar. Enda á hann að tala af yfirvegun og þekkingu og í þeim tilgangi að reyna að skýra heildarmyndina.Ólafur Ragnar Grímsson segir eðlilegt að forseti tjái hug sinn Þótt forseti taki ekki þátt í daglegum umræðum eða átökum á vettvangi Alþingis og stjórnmála geta verið sett á dagskrá einstæð stórmál, líkt og breytingar á stjórnskipun lýðveldisins og aðild að Evrópusambandinu og eðlilegt að forseti tjái þjóðinni hug sinn í slíkum málum sem haft geta afgerandi áhrif á framtíð Íslendinga í áratugi og jafnvel aldir.Þóra Arnórsdóttir vill að forsetinn sameini en sundri ekki Nei, ég tel að forsetinn eigi að vera til sameiningar í landinu, ekki til að sundra. Forsetaembættið væri á rangri leið ef það tæki þátt í pólitískum deilumálum á borð við aðild að Evrópusambandinu, virkjun Kárahnjúka eða kjör öryrkja svo örfá umdeild mál séu nefnd. Hvað aðildarumsóknina varðar þá er það alveg skýrt að þjóðin mun hafa lokaorðið í hreinni og beinni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira