Lífið

Drakk hráka úr Geir H. Haarde

Úr sýningunni Pétur Gautur.
Úr sýningunni Pétur Gautur.
Það er óhætt að segja að leikritið Pétur Gautur, sem var sýnt á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, hafi vakið mikla athygli. Leikstjóri verksins er Þorleifur Örn Arnarsson en honum til fulltingis var Símon Birgisson leikrýnandi Djöflaeyjunnar.

Verkið var sýnt í Luzern í Sviss, en var sett á svið hér á landi í tilefni af Listahátíðar Reykjavíkur. Verkið var flutt á þýskri tungu af sömu leikurum og fóru með hlutverkin úti í Sviss. Þeir sem vonuðust til þess að sjá hefðbundna uppsetningu á þessu fræga verki eftir Henrik Ibsen hafa líklega orðið fyrir vonbrigðum.

Þrátt fyrir örlitla tæknilega hnökra, en textavélin bilaði um stund þannig áhorfendur, þeir sem ekki skilja þýsku það er segja, skildu ekki orð af því sem leikararnir sögðu. Það virtist þó ekki koma að sök þar sem góður rómur var gerður að verkinu á eftir.

Það sem vakti líklega mesta athygli var atriði þar sem Pétur Gautur ræðir við Dofrann sem spyr hann hinna frægu spurningar um muninn á þurs og manni. Síðan gengur leikari á milli annarra persóna á sviðinu vopnaður fati og lætur þá hrækja ofan í. Sá sami fór svo að áhorfendum á fyrsta bekk og hvatti þá til þess að hrækja ofan í fatið. Meðal þeirra var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ráðgjafi á lögfræðistofunni OPUS.

Pétur Gautur drakk svo hrákann úr fatinu þannig það fór um áhorfendur. Verkið var aðeins sýnt einu sinni. Kannski sem betur fer fyrir aðalleikarann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.