Fótbolti

Didier Drogba: Níu úrslitaleikir - níu mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Didier Drogba skoraði að sjálfsögðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í gær alveg eins og hann gerði í sigrinum á Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á dögunum. Drogba er maður stórleikjanna og tölfræðin hans sýnir það svart á hvítu.

Didier Drogba hefur nú skoraði níu mörk í níu úrslitaleikjum og Chelsea hefur unnið sjö þeirra. Eini úrslitaleikurinn sem Drogba hefur ekki skorað í er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar árið 2008 en hann fékk þá að líta rauða spjaldið.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir úrslitaleiki Didier Drogba með Chelsea en hann hefur nú unnið tólf titla með Chelsea frá því að hann kom til liðsins frá Marseille árið 2004.



Úrslitleikir Didier Drogba með Chelsea

2012

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í München

Chelsea-Bayern München 1-1 (Chelsea vann í vítakeppni)

- skoraði á 88. mínútu

Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar á Wembley

Chelsea-Liverpool 2-1

- skoraði á 52. mínútu

2011

2010

Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar á Wembley

Chelsea-Portsmouth 1-0

- skoraði á 59. mínútu

2009

Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar á Wembley

Chelsea-Everton 2-1

- skoraði á 21. mínútu

2008

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Mosku

Chelsea-Manchester United 1-1 (Chelsea tapaði í vítakeppni)

- skoraði ekki en fékk rautt spjald á 116. mínútu

Úrslitaleikurenska deildarbikarsinsá Wembley

Chelsea-Tottenham 1-2

- skoraði á 39. mínútu



2007

Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar á Wembley

Chelsea-Manchester United 1-0

- skoraði á 116. mínútu

Úrslitaleikurenska deildarbikarsinsá Millennium Stadium

Chelsea-Arsenal 2-1

- skoraði á 20. og 84. mínútu

2006



2005

Úrslitaleikur enska deildarbikarsins á Millennium Stadium

Chelsea-Liverpool 3-2

- skoraði á 107. mínútu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×