Viðskipti erlent

OECD spáir áfram erfiðleikum í Evrópu

Staða efnahagsmála í Evrópu, einkum í Suður-Evrópu, er erfið í augnablikinu.
Staða efnahagsmála í Evrópu, einkum í Suður-Evrópu, er erfið í augnablikinu.
Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, segir Evrópu geta lent í enn meiri vanda ef ekki verður gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að minnka opinberar skuldir þjóðríkja. Samkvæmt nýrri spá OECD, sem Wall Street Journal vitnar til í morgun, mun landsframleiðsla í Evrópu dragast saman um 0,1 prósent á þessu ári. Til þess að hún aukist þurfa ríkisstjórnir að grípa til víðtækra aðgerða, til þess að auka hagvöxt en fyrri spá stofnunarinnar gerði ráð fyrir hagvexti upp á 0,2 prósent.

OECD telur að Seðlabanki Evrópu þurfi að setja sig í stellingar til þess að geta örvað hagvöxt. Þar er einkum horft til þess að Seðlabankinn fái víðtækt hlutverk, þvert á landamæri, til þess að aðstoða ríki við að ná niður lántökukostnaði.

OECD spáir áframhaldandi djúpri kreppu á Spáni, en þar er fjórði hver Spánverji án vinnu og spái stofnunin því að hagvöxtur verði neikvæður upp á 1,6 prósent á þessu ári og 0,8 prósent á því næsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×