Innlent

Björk í samstarfi við bókasafn í New York

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björk Guðmundsdóttir söngkona.
Björk Guðmundsdóttir söngkona.
Björk Guðmundsdóttir er komin í samstarf við bókasafn í New York og aðrar stofnanir. Verkefnið snýst um að hanna námsforrit fyrir börn sem er byggt á iPad appi sem hún gaf út í tengslum við nýjustu plötu sína, Biophilia. Það er New York Daily News sem greinir frá þessu.

Samskonar verkefni hefur verið kynnt á Íslandi en það byggir á þeirri grunnhugmynd að best sé að börn hefji tónlistariðkun sína með sköpun. Börnin fá fræðslu um helstu krafta og fyrirbæri, sem hafa áhrif á jörðina, svo sem aðdráttarafl jarðar, áhrif tunglsins á flóð og fjöru, ljós og eldingar og margt fleira. Þau nota svo þessa þekkingu og gera sín eigin tónverk og nota til þess smáforritin og spjaldtölvurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×