Viðskipti með bréf í spænska bankanum Bankia hafa verið stöðvuð í kauphöllinni í Madríd. Talið er að forsvarsmenn bankans ætli að fara fram á aðstoð frá spænskum stjórnvöldum upp á 15 milljarða evra að loknum stjórnarfundi í bankanum sem haldinn verður síðar í dag. Bankia er fjórði stærsti banki landsins og að hluta í eigu ríkisins eftir að lánum var breytt í hlutafé fyrir nokkrum misserum.
Viðskipti erlent