Sarah Blake Bateman tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 50 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi. Fjórar íslenskar sundkonur voru meðal keppenda í undarásum en aðeins Sarah komst áfram í undanúrslit.
Sarah Blake kom í mark á 25,43 sekúndum sem er aðeins 16/100 frá OQT Ólympíulágmarkinu sem er 25,27 sekúndur. Hún var með tíunda besta tímanum í undanrásunum en Íslandsmet hennar frá því fyrr á árinu er 25,31 sekúndur.
Sarah Blake keppir í undanúrslitum síðar í dag. Ekki liggur fyrir þátttaka hjá henni á fleiri mótum þar sem hún getur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. Því gæti verið um síðasta tækifæri hennar til að tryggja sér sæti á leikunum í undanúrslitasundinu.
Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR kom í mark á tímanum 26,14 sekúndum en hennar besti tími er 25,57 sekúndur. Ragnheiður hafnaði í 32. sæti af 59 keppendum.
Ragnheiður stefnir á þátttöku á Mare Nostrum mótaröðinni í júní og reynir þá að ná OQT-lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana.
Eva Hannesdóttir úr KR náði sér ágætlega á strik og var 5/100 frá sínum besta tíma. Eva synti á 26,22 sekúndum og hafnaði í 35. sæti.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar hafnaði í 54. sæti á tímanum 27,10 sekúndum. Besti tími Ingibjargar er 26,80 sekúndur.
Sarah Blake tryggði sér sæti í undanúrslitum | Ragnheiður fjarri sínu besta
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“
Enski boltinn

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn