Viðskipti erlent

Hlutabréfavísitölur bregðast vel við könnunum frá Grikklandi

Margir af stærstu bönkum heimsins eru þegar byrjaðir að búa sig undir það að Grikkland yfirgefi evrusvæðið og taki upp drökmuna á nýjan leik.
Margir af stærstu bönkum heimsins eru þegar byrjaðir að búa sig undir það að Grikkland yfirgefi evrusvæðið og taki upp drökmuna á nýjan leik.
Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu hækkuðu í morgun vegna frétta um skoðanakönnun í Grikklandi sem sýndi að litlar líkur væru á því að ríkisstjórn yrði mynduð í kosningunum 17. júní nk. sem væri á móti aðgerðaáætlun Grikkja í ríkisfjármálum, sem Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og kröfuhafar landsins hafa samþykkt.

Vísitölur hækkuðu víðast hvar um tæplega eitt prósent, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC gætir þó enn óróleika á mörkuðum á Spáni þar sem spænska ríkið lagði stærsta banka landsins, Bankia, til 19 milljarða evra í síðustu viku, vegna fjárhagserfiðleika bankans. Gengi bréfa í bankanum lækkaði um 27 prósent í morgun þegar viðskipti hófust með bréf í bankanum.

Sjá má frétt BBC um hlutabréfavísitölur í Evrópu hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×