Hamilton ósáttur við gengi McLaren | vill taka skref fram á við 28. maí 2012 13:00 Lewis Hamilton er ósáttur við gengi McLaren á keppnistímabilinu. Getty Images / Nordic Photos Breski ökuþórinn Lewis Hamilton er alls ekki sáttur við gang mála hjá keppnisliðinu McLaren eftir keppnina í Mónakó. Hamilton endaði í fimmta sæti og liðsfélagi hans Jenson Button féll úr keppninni. Hamilton krefst þess að McLaren liðið fari að taka skref fram á við eftir afleitt gengi að undanförnu. Liðsfélagi hans sigraði í Ástralíu fyrir tveimur mánuðum en frá þeim tíma hefur liðið ekki náð eins góðum árangri og búist var við. Hamilton var ósáttur við margt eftir keppnina í Mónakó og hann telur að liðið þurfi að endurskoða margt hjá sér. "Mér líkar það ekki að taka skref til baka á keppnistímabilinu. Ræsingin var ein sú versta hjá okkur í langan tíma, ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Þeir sem voru á undan mér og fyrir aftan í ræsingunni náðu fullkomnu starti en ekki við. Ég var heppinn að lenda ekki í árekstri. Við æfum þessa hluti þúsund sinnum á ári og það á að vera hægt að laga þetta," sagði Hamilton en hann var einnig ósáttur við þann tíma sem McLaren liðið þurfti að nota í þjónustuhléum. Þar telur hann að liðið eigi mikið inni. "Við misstum tíma í þjónustuhléum og ég missti Fernando Alonso og Sebastian Vettel fóru framúr mér í slíkum hléum," bætti Hamilton við. "Við eigum enn eftir að upplifa keppnisviku þar sem ekkert er úrskeiðis." Hamilton var ekki í góðu skapi eftir keppnina í Mónakó og hann kvartaði einnig yfir miðum sem flugu á keppnisbíl hans og byrgðu honum sýn í miðri keppni. Þar voru liðsfélagar hans að gefa honum upp upplýsingar um stöðu hans og tíma, en miðarnir áttu það til að fjúka af skiltunum og fóru einhverjir þeirra í hjálm Hamilton. "Nokkrir miðar fóru beint framan á hjálminn hjá mér og ég sá ekki neitt, þetta var fáránlegt," sagði Hamilton. Ástralinn Mark Webber sem ekur fyrir Red Bull sigraði í Mónakókappakstrinum, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og þriðji varð Fernando Alonso hjá Ferrari. Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton er alls ekki sáttur við gang mála hjá keppnisliðinu McLaren eftir keppnina í Mónakó. Hamilton endaði í fimmta sæti og liðsfélagi hans Jenson Button féll úr keppninni. Hamilton krefst þess að McLaren liðið fari að taka skref fram á við eftir afleitt gengi að undanförnu. Liðsfélagi hans sigraði í Ástralíu fyrir tveimur mánuðum en frá þeim tíma hefur liðið ekki náð eins góðum árangri og búist var við. Hamilton var ósáttur við margt eftir keppnina í Mónakó og hann telur að liðið þurfi að endurskoða margt hjá sér. "Mér líkar það ekki að taka skref til baka á keppnistímabilinu. Ræsingin var ein sú versta hjá okkur í langan tíma, ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Þeir sem voru á undan mér og fyrir aftan í ræsingunni náðu fullkomnu starti en ekki við. Ég var heppinn að lenda ekki í árekstri. Við æfum þessa hluti þúsund sinnum á ári og það á að vera hægt að laga þetta," sagði Hamilton en hann var einnig ósáttur við þann tíma sem McLaren liðið þurfti að nota í þjónustuhléum. Þar telur hann að liðið eigi mikið inni. "Við misstum tíma í þjónustuhléum og ég missti Fernando Alonso og Sebastian Vettel fóru framúr mér í slíkum hléum," bætti Hamilton við. "Við eigum enn eftir að upplifa keppnisviku þar sem ekkert er úrskeiðis." Hamilton var ekki í góðu skapi eftir keppnina í Mónakó og hann kvartaði einnig yfir miðum sem flugu á keppnisbíl hans og byrgðu honum sýn í miðri keppni. Þar voru liðsfélagar hans að gefa honum upp upplýsingar um stöðu hans og tíma, en miðarnir áttu það til að fjúka af skiltunum og fóru einhverjir þeirra í hjálm Hamilton. "Nokkrir miðar fóru beint framan á hjálminn hjá mér og ég sá ekki neitt, þetta var fáránlegt," sagði Hamilton. Ástralinn Mark Webber sem ekur fyrir Red Bull sigraði í Mónakókappakstrinum, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og þriðji varð Fernando Alonso hjá Ferrari.
Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira