Red Bull-bíllinn til skoðunar hjá FIA Birgir Þór Harðarson skrifar 28. maí 2012 20:00 Á myndinni er búið að draga gulan hring utan um gatið í gólfi Red Bull-bílsins. Gatið er hugsað til að dreifa loftinu betur undir bílinn og hámarka þannig mögulegt niðurtog. Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) mun í vikunni reyna að komast að niðurstöðu um hvort umdeild hönnun á gólfi Red Bull-bílsins í Mónakó sé lögleg eða ekki. Mikil umræða skapaðist um helgina helgina hvort hönnunin væri lögleg eða ekki. Gremja keppnauta Red Bull varð svo enn meiri þegar Mark Webber kom fyrstur yfir línuna í lok kappaksturins. Umrædd hönnun er gat í gólfi Red Bull bílsins, nokkrum millimetrum fyrir framan afturdekkin tvö. Gatið er ekki stórt en svæðið er viðkvæmt og hönnunin gæti því haft þónokkur áhrif. Í gærkvöldi tóku keppnautarnir ákvörðun um að kæra ekki útfærslu Red Bull en tóku fram hversu ósáttir þeir voru. Hönnunin hafði áður fengið grænt ljós hjá eftirlitsaðilum alþjóðasambandsins í Mónakó. Talsmaður FIA sagði Red Bull-liðið ekki hafa verið beðið um að aðhafast neitt. "Liðin túlka reglurnar á mismunandi hátt og FIA mun reyna að skýra þær á næstu dögum." Ekki mun koma til þess að Red Bull-bílarnir verði dæmdir úr leik í Mónakó en liðinu gæti verið gert að breyta útfærslu sinni fyrir næsta mót. Það fer fram í Kanada eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) mun í vikunni reyna að komast að niðurstöðu um hvort umdeild hönnun á gólfi Red Bull-bílsins í Mónakó sé lögleg eða ekki. Mikil umræða skapaðist um helgina helgina hvort hönnunin væri lögleg eða ekki. Gremja keppnauta Red Bull varð svo enn meiri þegar Mark Webber kom fyrstur yfir línuna í lok kappaksturins. Umrædd hönnun er gat í gólfi Red Bull bílsins, nokkrum millimetrum fyrir framan afturdekkin tvö. Gatið er ekki stórt en svæðið er viðkvæmt og hönnunin gæti því haft þónokkur áhrif. Í gærkvöldi tóku keppnautarnir ákvörðun um að kæra ekki útfærslu Red Bull en tóku fram hversu ósáttir þeir voru. Hönnunin hafði áður fengið grænt ljós hjá eftirlitsaðilum alþjóðasambandsins í Mónakó. Talsmaður FIA sagði Red Bull-liðið ekki hafa verið beðið um að aðhafast neitt. "Liðin túlka reglurnar á mismunandi hátt og FIA mun reyna að skýra þær á næstu dögum." Ekki mun koma til þess að Red Bull-bílarnir verði dæmdir úr leik í Mónakó en liðinu gæti verið gert að breyta útfærslu sinni fyrir næsta mót. Það fer fram í Kanada eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira