Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis 30. maí 2012 10:00 Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Ég myndi til dæmis leggja áherslu á málefni eins og breytingar vegna hlýnunar jarðar, þekkingu í orkumálum, nýsköpun á mörgum sviðum og margar hliðar menningar en spurningin er svo víðtæk að það er ekki unnt að svara henni nema í löngu máli.Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Til að svara þessari spurningu vantar frekari forsendur og óraunhæft að svara henni. Almennt svara ég þessu svo að skori tugþúsundir landsmanna á forsetann vegna lagafrumvarps, myndi ég leita ráða og taka svo upplýsta ákvörðun – beita neitunarvaldinu ef svo bæri undir.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forseti Íslands kynnir atvinnulíf, menningu og hvaðeina sem varðar framgang landsins erlendis en hann verður að skoða hvert einstakt verkefni vel og hvorki mismuna aðilum né ganga erinda einstakra fyrirtækja, en þó gætu verið undantekningar til á því.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Almennt séð hefur forsetinn hvorki eigin utanríkisstefnu né almenna stjórnarstefnu sem Alþingi hefur ekki samþykkt enda er landið lýðveldi með þingbundinni stjórn og forseti ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum eins og segir í stjórnarskránni.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Ég er þeim andvígur meðan ég ekki heyri ný rök eða rök sem sýna að ávinningur af því er minni en til dæmis kostnaður, deilur um embættið og orð um að það sé gamaldags.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands á þessum tíma? Af því að ég tel mig hafa mikla þekkingu og reynslu til að gegna embættinu með sniði sem sameinar frekar en sundrar, tekur mið af nýjum aðstæðum á Íslandi og í umheiminum og gerir almenningi gagn. Auk þess langar mig til þess að auka ábyrgð í samfélaginu, styrkja umræður og safna lausnum til að kynna.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Almenningur er óþolinmóðari en áður, vill breytingar og vantreystir að sumu leyti stjórnkerfinu en um leið myndu ábyrgðalitlir fjármálamenn eiga erfiðara uppdráttar en áður. Margt hefur ekki breyst, t.d. fljótfærni í málatilbúnaði og illa undirbyggðar langtímaáætlanir í mörgum málum, ef nokkrar slíkar eru þá til.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Eitt af fyrstu verkum mínum væru að setja embættinu siðareglur. Annars eru áherslumálin mörg og erfitt reynist að svara spurningunni í fáum orðum, en ég hef sett fram áhersluskrá sem er aðgengileg á www.aritrausti.is og nefnt þar um 15 atriði svo fólk sjái hvað ég er að hugsa.Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Þetta sameiningartákn er skilgreint á ótal vegu. Forsetinn leitast við að halda vel utan um traust þeirra sem kusu hann, hingað til jafnan 30-40%, og vinnur hart að því að öðlast traust hinna. Þetta er ferli en ekki tákn.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Tillögurnar eru margar og ekki hægt að fella dóm um þær í heild en ég lít á þær sem jákvætt skref í endurskoðun stjórnarskrárinnar og tel að þær séu ágætt vinnuplagg sem þarf að taka mjög alvarlega og vinna með, bæði innan þings og utan, og svo þarf að leita, jafnvel oftar en einu sinni, almenns álits á helstu þáttum - en meðferð Alþingis á endanlegri stjórnarskrá og áframhaldið með þingrofi og nýjum kosningum (skv. núgildandi stjórnarskrá) þekkja allir. Forsetakosningar 2012 Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Ég myndi til dæmis leggja áherslu á málefni eins og breytingar vegna hlýnunar jarðar, þekkingu í orkumálum, nýsköpun á mörgum sviðum og margar hliðar menningar en spurningin er svo víðtæk að það er ekki unnt að svara henni nema í löngu máli.Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Til að svara þessari spurningu vantar frekari forsendur og óraunhæft að svara henni. Almennt svara ég þessu svo að skori tugþúsundir landsmanna á forsetann vegna lagafrumvarps, myndi ég leita ráða og taka svo upplýsta ákvörðun – beita neitunarvaldinu ef svo bæri undir.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forseti Íslands kynnir atvinnulíf, menningu og hvaðeina sem varðar framgang landsins erlendis en hann verður að skoða hvert einstakt verkefni vel og hvorki mismuna aðilum né ganga erinda einstakra fyrirtækja, en þó gætu verið undantekningar til á því.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Almennt séð hefur forsetinn hvorki eigin utanríkisstefnu né almenna stjórnarstefnu sem Alþingi hefur ekki samþykkt enda er landið lýðveldi með þingbundinni stjórn og forseti ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum eins og segir í stjórnarskránni.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Ég er þeim andvígur meðan ég ekki heyri ný rök eða rök sem sýna að ávinningur af því er minni en til dæmis kostnaður, deilur um embættið og orð um að það sé gamaldags.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands á þessum tíma? Af því að ég tel mig hafa mikla þekkingu og reynslu til að gegna embættinu með sniði sem sameinar frekar en sundrar, tekur mið af nýjum aðstæðum á Íslandi og í umheiminum og gerir almenningi gagn. Auk þess langar mig til þess að auka ábyrgð í samfélaginu, styrkja umræður og safna lausnum til að kynna.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Almenningur er óþolinmóðari en áður, vill breytingar og vantreystir að sumu leyti stjórnkerfinu en um leið myndu ábyrgðalitlir fjármálamenn eiga erfiðara uppdráttar en áður. Margt hefur ekki breyst, t.d. fljótfærni í málatilbúnaði og illa undirbyggðar langtímaáætlanir í mörgum málum, ef nokkrar slíkar eru þá til.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Eitt af fyrstu verkum mínum væru að setja embættinu siðareglur. Annars eru áherslumálin mörg og erfitt reynist að svara spurningunni í fáum orðum, en ég hef sett fram áhersluskrá sem er aðgengileg á www.aritrausti.is og nefnt þar um 15 atriði svo fólk sjái hvað ég er að hugsa.Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Þetta sameiningartákn er skilgreint á ótal vegu. Forsetinn leitast við að halda vel utan um traust þeirra sem kusu hann, hingað til jafnan 30-40%, og vinnur hart að því að öðlast traust hinna. Þetta er ferli en ekki tákn.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Tillögurnar eru margar og ekki hægt að fella dóm um þær í heild en ég lít á þær sem jákvætt skref í endurskoðun stjórnarskrárinnar og tel að þær séu ágætt vinnuplagg sem þarf að taka mjög alvarlega og vinna með, bæði innan þings og utan, og svo þarf að leita, jafnvel oftar en einu sinni, almenns álits á helstu þáttum - en meðferð Alþingis á endanlegri stjórnarskrá og áframhaldið með þingrofi og nýjum kosningum (skv. núgildandi stjórnarskrá) þekkja allir.
Forsetakosningar 2012 Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00