SFO lömuð eftir rannsókn á Kaupþingsmáli Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. maí 2012 11:17 Tchenguizbræðurnir voru handteknir og húsleit gerð hjá þeim. Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, gerði ekki eina einustu húsleit á tímabilinu apríl 2011 - apríl 2012. Breska blaðið Financial Times fjallar um málið á vef sínum í gær og telur vísbendingar vera um að stofnunin sé orðin of varkár eftir að Tchenguizmálið klúðraðist. Húsleitir hjá bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz í mars 2011 vöktu mikla athygli, en að undanförnu hefur verið deilt um það hvort heimild hafi verið fyrir húsleitum og handtöku bræðranna. Sú deila er nú komin fyrir dómstóla. Á tímabilinu apríl 2008-apríl 2009 réðst Serious Fraud Office í 63 húsleitir. Árið eftir var ráðist í farið í 43 húsleitir og þar eftir var farið í 47. Financial Times segir að þessar tölur hafi vakið upp spurningar um það hvort stofnunin sé starfhæf. „Ef fyrirtæki og einstaklingar liggja undir grun um fjárhagssvindl er nauðsynlegt að eftirlitskerfið virki," sagði Barry Vitou, meðeigandi hjá Pinsent Masons, sem vann að úttekt á störfum SFO. Hann segir að þótt SFO sæti núna gagnrýni vegna Tchenguizmálsins sé nauðsynlegt að það skjóti sér ekki undan mikilvægum málum. Sem kunnugt er voru Tchenguizbræðurnir hluthafar í Kaupþingi og stærstu skuldarar bankans. Rannsókn SFO á máli þeirra lýtur að viðskiptum þeirra við bankann. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, gerði ekki eina einustu húsleit á tímabilinu apríl 2011 - apríl 2012. Breska blaðið Financial Times fjallar um málið á vef sínum í gær og telur vísbendingar vera um að stofnunin sé orðin of varkár eftir að Tchenguizmálið klúðraðist. Húsleitir hjá bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz í mars 2011 vöktu mikla athygli, en að undanförnu hefur verið deilt um það hvort heimild hafi verið fyrir húsleitum og handtöku bræðranna. Sú deila er nú komin fyrir dómstóla. Á tímabilinu apríl 2008-apríl 2009 réðst Serious Fraud Office í 63 húsleitir. Árið eftir var ráðist í farið í 43 húsleitir og þar eftir var farið í 47. Financial Times segir að þessar tölur hafi vakið upp spurningar um það hvort stofnunin sé starfhæf. „Ef fyrirtæki og einstaklingar liggja undir grun um fjárhagssvindl er nauðsynlegt að eftirlitskerfið virki," sagði Barry Vitou, meðeigandi hjá Pinsent Masons, sem vann að úttekt á störfum SFO. Hann segir að þótt SFO sæti núna gagnrýni vegna Tchenguizmálsins sé nauðsynlegt að það skjóti sér ekki undan mikilvægum málum. Sem kunnugt er voru Tchenguizbræðurnir hluthafar í Kaupþingi og stærstu skuldarar bankans. Rannsókn SFO á máli þeirra lýtur að viðskiptum þeirra við bankann.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira