Viðskipti erlent

Levin: Sýnir að það verður að herða regluverkið

Carl Levin.
Carl Levin.
„Þetta sýnir hversu nauðsynlegt það er, að herða reglurverkið þegar kemur að viðskiptum bankanna sem eru of stórir til að falla," segir öldungadeildarþingmaðurinn Carl Levin, í viðtali við New York Times, vegna taps risabankans JP Morgan upp á tvo milljarða dala sem tilkynnt var um eftir lokun markaða í gær. Það er tilkomið vegna viðskipta með bandarísk fyrirtækjaskuldabréf, en bankinn veðjaði á að bandarískur efnahagur myndi rétta meira úr kútnum en raunin varð.

Carl Levin leiddi starf rannsóknarnefndar bandaríska þingsins, eftir hrunið á fjármálamörkuðum haustið 2008, og hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að styrkja eftirlitið með fjármálamörkuðum og setja bönkum strangari skorður, í ljósi bakábyrgðar skattgreiðenda í gegnum seðlabanka, á bankastarfsemi.

Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan, sagði í tilkynningu í gær að viðskiptin hefðu verið illa framkvæmd, vanhugsuð og beinlínis heimskuleg. Samkvæmt fréttum New York Times og Wall Street Journal gætir megnrar óánægju meðal stórra hluthafa JP Morgan með viðskipti JP Morgan og er ráð fyrir því að þau verði rædd á næsta hluthafafundi bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×