Erlent

Upphlaup í réttarhöldunum yfir Breivik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Enn er réttað yfir Anders Behring Breivik í Noregi.
Enn er réttað yfir Anders Behring Breivik í Noregi. mynd/ afp.
„Morðinginn þinn, þú drapst bróður minn. Farðu til fjandans," sagði eitt vitnið í réttarhöldunum gegn Anders Behring Breivik í morgun. Í sama mund henti hann skóm í áttina að Breivik. Skórinn hæfði ekki Breivik sjálfan en lenti á einum af verjendum hans, Vibeke Hein Bæra. Samkvæmt frásögn danska ríkisútvarpsins virtist Breivik sjálfur taka þessu með ró.

Við þessa uppákomu byrjuðu margir að gráta í réttarsalnum. Ungi maðurinn var handtekinn, en hann hrópaði áfram á meðan verið vara að vísa honum úr réttarsalnum. Fréttamaður danska ríkisútvarpsins segir að heyra hefði mátt grátur hans langar leiðir í dómhúsinu.

Eftir uppákomuna gerði dómarinn stutt hlé á réttarhöldunum. Þetta atvik virtist ekki hafa komið mörgum á óvart því að í dómhúsinu heyrðist einn viðstaddur segja: „Loksins".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×