Fórnarlömb Breiviks lýstu hryllingnum í Útey Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 14. maí 2012 12:04 Anders Behring Breivik mynd/AFP Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af. Réttarhöldin yfir Breivik hafa staðið yfir í tæpan mánuð. Í dag báru eftirlifandi fórnarlömb voðaverkanna vitni og lýstu því hvernig þeim tókst, mörgum á undraverðan hátt, að komast í burtu frá fjöldamorðingjanum. Ein rúmlega tvítug stúlka átti erfitt með að halda aftur tárunum þegar hún lýst því hvernig hún flúði í gegnum tjaldbúðir ungmennanna, stökk í vatnið og synti eins hratt og hún gat. Hún segist hafa séð Breivik á ströndinni og hugsað með sér að hún vildi frekar drukkna í vatninu en að vera skotin af honum. Henni tókst að synda sex hundruð metra í ísköldu vatninu yfir á meginlandið en það var þá sem hún áttaði sig á því að hún hafði verið skotin í handlegginn. Önnur stúlka óskaði eftir því að Breivík væri fjarlægður úr réttarsalnum á meðan hún bæri vitni, hún gæti ekki horfst í augu við manninn sem reyndi að drepa hana. Hún lýsti því hvernig henni tókst að fjarlægja byssukúlu úr skotsári á læri sínu og lagðist síðan til sunds til að komast í burtu en fékk astmakast og var nær drukknuð í vatninu. Hún sagði fyrir réttinum í dag að þau sem voru á eyjunni hafi sigrað og Breivik tapað þar sem norsk ungmenni kunni að synda. Þriðja vitnið var drengur sem varð fyrir skoti í öxlina sem gerði gat á lunga hans, hann faldi sig undir trjám og þakti með mold til að reyna að fela sig, þar hafi hann beðið þar til lögreglan kom til hjálpar. Búist er við að réttarhöldin yfir Breivik geti staðið í tíu vikur. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira
Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af. Réttarhöldin yfir Breivik hafa staðið yfir í tæpan mánuð. Í dag báru eftirlifandi fórnarlömb voðaverkanna vitni og lýstu því hvernig þeim tókst, mörgum á undraverðan hátt, að komast í burtu frá fjöldamorðingjanum. Ein rúmlega tvítug stúlka átti erfitt með að halda aftur tárunum þegar hún lýst því hvernig hún flúði í gegnum tjaldbúðir ungmennanna, stökk í vatnið og synti eins hratt og hún gat. Hún segist hafa séð Breivik á ströndinni og hugsað með sér að hún vildi frekar drukkna í vatninu en að vera skotin af honum. Henni tókst að synda sex hundruð metra í ísköldu vatninu yfir á meginlandið en það var þá sem hún áttaði sig á því að hún hafði verið skotin í handlegginn. Önnur stúlka óskaði eftir því að Breivík væri fjarlægður úr réttarsalnum á meðan hún bæri vitni, hún gæti ekki horfst í augu við manninn sem reyndi að drepa hana. Hún lýsti því hvernig henni tókst að fjarlægja byssukúlu úr skotsári á læri sínu og lagðist síðan til sunds til að komast í burtu en fékk astmakast og var nær drukknuð í vatninu. Hún sagði fyrir réttinum í dag að þau sem voru á eyjunni hafi sigrað og Breivik tapað þar sem norsk ungmenni kunni að synda. Þriðja vitnið var drengur sem varð fyrir skoti í öxlina sem gerði gat á lunga hans, hann faldi sig undir trjám og þakti með mold til að reyna að fela sig, þar hafi hann beðið þar til lögreglan kom til hjálpar. Búist er við að réttarhöldin yfir Breivik geti staðið í tíu vikur.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira