Áhlaup á gríska banka - 700 milljónir evra teknar út Magnús Halldórsson skrifar 15. maí 2012 21:18 Frá Grikklandi. Almenningur í Grikklandi tók út 700 milljónir evra, rúmlega 114 milljarðar króna, af reikningum grískra banka í gær samkvæmt upplýsingum sem forseti Grikklands, Karolos Papoulias, lét þingmenn hafa í dag og vitnað er til á vef Wall Street Journal í dag. Papoulias talar um áhlaup á gríska banka í upplýsingunum sem Wall Street Journal vitnar til. Þetta er mun meiri úttekt af reikningum enn í venjulega árferði og óttast menn að þessi þróun muni halda áfram út vikuna, að því er segir í frétt Wall Street Journal um málin. Samkvæmt upplýsingunum sem Wall Street Journal vitnar til, varar Papoulias stjórnmálamenn við því að alvarlegir atburðir kunni að vera framundan þegar kemur að efnahagslífi landsins. Samkvæmt gögnum seðlabankans í Grikklandi voru heildarinnlán einstaklinga og fyrirtækja í Grikklandi um 165 milljarðar evra í mars sl., og því er þessi úttekt á einum degi sögð mikið áhyggjuefni. Á síðastliðnum tveimur mánuðum hafa tveir til þrír milljarðar evra farið útaf reikningum á mánaðarlega, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Óljóst er enn hver efnahagsleg framtíð Grikklands verður, en vaxandi líkur eru taldar á því að Grikkir muni yfirgefa evruna og taka upp drökmuna á nýjan leik. Allt er þó óljóst í þeim efnum enn sem komið er, og allt eins líklegt að samstaða náist um að fylgja eftir niðurskurðaráformum sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn unnu með stjórnvöldum í Grikklandi, með það að markmiði að rétta af rekstur gríska ríkisins á löngum tíma. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Almenningur í Grikklandi tók út 700 milljónir evra, rúmlega 114 milljarðar króna, af reikningum grískra banka í gær samkvæmt upplýsingum sem forseti Grikklands, Karolos Papoulias, lét þingmenn hafa í dag og vitnað er til á vef Wall Street Journal í dag. Papoulias talar um áhlaup á gríska banka í upplýsingunum sem Wall Street Journal vitnar til. Þetta er mun meiri úttekt af reikningum enn í venjulega árferði og óttast menn að þessi þróun muni halda áfram út vikuna, að því er segir í frétt Wall Street Journal um málin. Samkvæmt upplýsingunum sem Wall Street Journal vitnar til, varar Papoulias stjórnmálamenn við því að alvarlegir atburðir kunni að vera framundan þegar kemur að efnahagslífi landsins. Samkvæmt gögnum seðlabankans í Grikklandi voru heildarinnlán einstaklinga og fyrirtækja í Grikklandi um 165 milljarðar evra í mars sl., og því er þessi úttekt á einum degi sögð mikið áhyggjuefni. Á síðastliðnum tveimur mánuðum hafa tveir til þrír milljarðar evra farið útaf reikningum á mánaðarlega, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Óljóst er enn hver efnahagsleg framtíð Grikklands verður, en vaxandi líkur eru taldar á því að Grikkir muni yfirgefa evruna og taka upp drökmuna á nýjan leik. Allt er þó óljóst í þeim efnum enn sem komið er, og allt eins líklegt að samstaða náist um að fylgja eftir niðurskurðaráformum sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn unnu með stjórnvöldum í Grikklandi, með það að markmiði að rétta af rekstur gríska ríkisins á löngum tíma.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira