Skekkja í forsetakönnun - kjósendur eldri en 67 ára ekki með Boði Logason skrifar 16. maí 2012 17:04 Bessastaðir „Þetta er kerfisbundin skekkja, ég hefði haldið að aldursmarkið þyrfti að vera hærra," segir Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum um fylgi við forsetaframbjóðendur var úrtakið einungis fólk á aldrinum 18 ára til 67 ára. Þeir sem eru eldri en 67 ára voru ekki spurðir út í afstöðu sína, eða um 15 prósent kjósenda. Hulda segir að úrtakið endurspegli ekki þýðið, sem í þessu tilviki eru þeir sem hafa kosningarétt á Íslandi. „Við vitum til dæmis að eldra fólk eru yfirleitt öflugustu kjósendurnir og að sjálfsögðu dreifast atkvæði eldri kjósenda ekki nákvæmlega eins og þeirra sem þrítugir eru. Og það er sérstaklega viðbúið í þessum kosningum," segir Hulda. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í gær á heimasíðu MMR og samkvæmt þeim mælist Þóra Arnórsdóttir með 43,4 prósent atkvæða og Ólafur Ragnar með 41,3 prósenti. Í úrtakið voru valdir einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldinn var 972 einstaklingar.Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.mynd/365Í könnunni var spurt: „Eftirfarandi hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands. Hvert þeirra myndir þú kjósa ef kosið yrði til forseta í dag?" Svarmöguleikar voru nöfn ofangreindra frambjóðenda, birt í tilviljunarkenndri röð, ásamt: Skila auðu, myndi ekki kjósa, veit ekki/óákveðinn og vil ekki svara. Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til spurningarinnar var 78,2% , aðrir svöruðu „skila auðu" (2,3%), „myndi ekki kjósa" (1,1%), „veit ekki/óákveðin(n)" (15,7%) og „vil ekki svara" (2,7%). Tekið skal fram að á heimasíðu MMR kemur fram að einungis hafi kjósendur á aldrinum 18 til 67 verið spurðir út í afstöðu sína. Könnunin á heimasíðu MMR. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
„Þetta er kerfisbundin skekkja, ég hefði haldið að aldursmarkið þyrfti að vera hærra," segir Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum um fylgi við forsetaframbjóðendur var úrtakið einungis fólk á aldrinum 18 ára til 67 ára. Þeir sem eru eldri en 67 ára voru ekki spurðir út í afstöðu sína, eða um 15 prósent kjósenda. Hulda segir að úrtakið endurspegli ekki þýðið, sem í þessu tilviki eru þeir sem hafa kosningarétt á Íslandi. „Við vitum til dæmis að eldra fólk eru yfirleitt öflugustu kjósendurnir og að sjálfsögðu dreifast atkvæði eldri kjósenda ekki nákvæmlega eins og þeirra sem þrítugir eru. Og það er sérstaklega viðbúið í þessum kosningum," segir Hulda. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í gær á heimasíðu MMR og samkvæmt þeim mælist Þóra Arnórsdóttir með 43,4 prósent atkvæða og Ólafur Ragnar með 41,3 prósenti. Í úrtakið voru valdir einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldinn var 972 einstaklingar.Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.mynd/365Í könnunni var spurt: „Eftirfarandi hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands. Hvert þeirra myndir þú kjósa ef kosið yrði til forseta í dag?" Svarmöguleikar voru nöfn ofangreindra frambjóðenda, birt í tilviljunarkenndri röð, ásamt: Skila auðu, myndi ekki kjósa, veit ekki/óákveðinn og vil ekki svara. Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til spurningarinnar var 78,2% , aðrir svöruðu „skila auðu" (2,3%), „myndi ekki kjósa" (1,1%), „veit ekki/óákveðin(n)" (15,7%) og „vil ekki svara" (2,7%). Tekið skal fram að á heimasíðu MMR kemur fram að einungis hafi kjósendur á aldrinum 18 til 67 verið spurðir út í afstöðu sína. Könnunin á heimasíðu MMR.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent