Í beinni frá Wall Street - Facebook tekið til viðskipta 18. maí 2012 12:30 Frá New York í dag. mynd/AP Viðskipti með hluti í samskiptamiðlinum Facebook á NASDAQ markaðinum í Bandaríkjunum hefjast klukkan 13:15 í dag. Mark Zuckerberg, meðstofnandi og stjórnarformaður Facebook, mun opna fyrir viðskiptin frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Palo Alto í Kaliforníu. Facebook verður metið á um 104 milljarða dollara, eða um 13 þúsund milljarða króna, þegar fyrirtækið verður tekið til viðskipta. Þetta jafngildir um 38 dollurum á hlut. En þrátt fyrir að Facebook sé nú að fara á almennan markað þá mun Zuckerberg enn eiga ráðandi hlut í fyrirtækinu. Hlutur hans er metinn á yfir 50 milljarða dala. Hægt er að fylgjast með skráningunni hér en hún hefst klukkan 13:15 eins og áður segir. Áhugasamir geta einnig kynnt sér forsögu málsins með því að fylgja hlekkjunum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Facebook hækkar verð á hlutabréfum sínum Samskiptamiðillinn Facebook hefur hækkað áætlað verð á hlutabréfum sínum úr 28 til 35 dollurum í 34 til 38 dollara. Gangi hlutafjárútboðið að óskum mun virði fyrirtækisins fara yfir 100 milljarða dollara. 15. maí 2012 11:44 Fréttaskýring: Söguleg skráning FB á markað Stefnt er að skráningu Facebook á markað 18. maí næstkomandi en samfélagsmiðillinn verður með einkennið FB á markaðsvaktinni í Bandaríkjunum. Skráningin er um margt söguleg en um er að ræða langsamlega umfangsmestu skráningu internetfyrirtækis í sögunni þegar horft er til markaðsvirðis við skráningu. 4. maí 2012 23:03 Facebook á markað - spenna á mörkuðum Mikill eftirvænting er meðal fjárfesta fyrir því þegar hlutir í Facebook verða teknir til viðskipta á skráðum markaði í Bandaríkjunum í dag. Á vef Wall Street Journal kemur fram að eftirvæntingin fyrir nýskráningu hafi ekki verið jafn mikil árum saman, en skráning Facebook er langsamlega stærsta skráning netfyrirtækisins í sögunni þegar horft til markaðsvirðis við skráningu. Félagið verður metið á um 104 milljarða dala, tæplega 13 þúsund milljarða, þegar það verður tekið til viðskipta, en það jafngildir um 38 dölum á hlut. 18. maí 2012 08:56 Facebook á markað á morgun Viðskipti með hlutabréf í Facebook munu hefjast á morgun. Sjaldan eða aldrei hefur verið beðið eftir nokkru hlutafjárútboði með eins mikilli eftirvæntingu. Búist er við því að eftirspurnin verði mikil og því mun verða seldur 25% stærri hlutur en áður hafði verið áformað að selja. Búist er við því að samkvæmt niðurstöðu útboðsins verði markaðsvirði fyrirtækisins 100 milljarðar dala, eða jafngildi 12600 milljarða íslenskra króna. Hins vegar hafa vaknað efasemdir um það hversu miklum hagnaði fyrirtækið getur skilað. 17. maí 2012 20:07 Meðstofnandi Facebook afsalar sér bandarískum ríkisborgararétti Eduardo Saverin, meðstofnandi Facebook, hefur afsalað sér bandarískum ríkisborgararétti. Þetta gerir hann aðeins nokkrum dögum áður en samskiptamiðillinn fer á hlutabréfamarkað. 14. maí 2012 14:15 Buffet ætlar ekki að fjárfesta í Facebook Warren Buffet, einn þekktasti og ríkasti fjárfestir heims, segir að hann ætli ekki að kaupa hlutabréf í Facebook þegar fyrirtækið fer á hlutabréfamarkað. Þetta sagði Buffet, sem er stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, rétt áður en hluthafafundur hófst í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Fjöldi fjárfesta er þar samankominn til þess að hlýða á Buffet fjalla um hugleiðingar sínar varðandi fjárfestingar og stöðu markaðarins. 6. maí 2012 19:58 Facebook mun opna vefverslun Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna. 10. maí 2012 12:49 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskipti með hluti í samskiptamiðlinum Facebook á NASDAQ markaðinum í Bandaríkjunum hefjast klukkan 13:15 í dag. Mark Zuckerberg, meðstofnandi og stjórnarformaður Facebook, mun opna fyrir viðskiptin frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Palo Alto í Kaliforníu. Facebook verður metið á um 104 milljarða dollara, eða um 13 þúsund milljarða króna, þegar fyrirtækið verður tekið til viðskipta. Þetta jafngildir um 38 dollurum á hlut. En þrátt fyrir að Facebook sé nú að fara á almennan markað þá mun Zuckerberg enn eiga ráðandi hlut í fyrirtækinu. Hlutur hans er metinn á yfir 50 milljarða dala. Hægt er að fylgjast með skráningunni hér en hún hefst klukkan 13:15 eins og áður segir. Áhugasamir geta einnig kynnt sér forsögu málsins með því að fylgja hlekkjunum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Facebook hækkar verð á hlutabréfum sínum Samskiptamiðillinn Facebook hefur hækkað áætlað verð á hlutabréfum sínum úr 28 til 35 dollurum í 34 til 38 dollara. Gangi hlutafjárútboðið að óskum mun virði fyrirtækisins fara yfir 100 milljarða dollara. 15. maí 2012 11:44 Fréttaskýring: Söguleg skráning FB á markað Stefnt er að skráningu Facebook á markað 18. maí næstkomandi en samfélagsmiðillinn verður með einkennið FB á markaðsvaktinni í Bandaríkjunum. Skráningin er um margt söguleg en um er að ræða langsamlega umfangsmestu skráningu internetfyrirtækis í sögunni þegar horft er til markaðsvirðis við skráningu. 4. maí 2012 23:03 Facebook á markað - spenna á mörkuðum Mikill eftirvænting er meðal fjárfesta fyrir því þegar hlutir í Facebook verða teknir til viðskipta á skráðum markaði í Bandaríkjunum í dag. Á vef Wall Street Journal kemur fram að eftirvæntingin fyrir nýskráningu hafi ekki verið jafn mikil árum saman, en skráning Facebook er langsamlega stærsta skráning netfyrirtækisins í sögunni þegar horft til markaðsvirðis við skráningu. Félagið verður metið á um 104 milljarða dala, tæplega 13 þúsund milljarða, þegar það verður tekið til viðskipta, en það jafngildir um 38 dölum á hlut. 18. maí 2012 08:56 Facebook á markað á morgun Viðskipti með hlutabréf í Facebook munu hefjast á morgun. Sjaldan eða aldrei hefur verið beðið eftir nokkru hlutafjárútboði með eins mikilli eftirvæntingu. Búist er við því að eftirspurnin verði mikil og því mun verða seldur 25% stærri hlutur en áður hafði verið áformað að selja. Búist er við því að samkvæmt niðurstöðu útboðsins verði markaðsvirði fyrirtækisins 100 milljarðar dala, eða jafngildi 12600 milljarða íslenskra króna. Hins vegar hafa vaknað efasemdir um það hversu miklum hagnaði fyrirtækið getur skilað. 17. maí 2012 20:07 Meðstofnandi Facebook afsalar sér bandarískum ríkisborgararétti Eduardo Saverin, meðstofnandi Facebook, hefur afsalað sér bandarískum ríkisborgararétti. Þetta gerir hann aðeins nokkrum dögum áður en samskiptamiðillinn fer á hlutabréfamarkað. 14. maí 2012 14:15 Buffet ætlar ekki að fjárfesta í Facebook Warren Buffet, einn þekktasti og ríkasti fjárfestir heims, segir að hann ætli ekki að kaupa hlutabréf í Facebook þegar fyrirtækið fer á hlutabréfamarkað. Þetta sagði Buffet, sem er stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, rétt áður en hluthafafundur hófst í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Fjöldi fjárfesta er þar samankominn til þess að hlýða á Buffet fjalla um hugleiðingar sínar varðandi fjárfestingar og stöðu markaðarins. 6. maí 2012 19:58 Facebook mun opna vefverslun Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna. 10. maí 2012 12:49 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook hækkar verð á hlutabréfum sínum Samskiptamiðillinn Facebook hefur hækkað áætlað verð á hlutabréfum sínum úr 28 til 35 dollurum í 34 til 38 dollara. Gangi hlutafjárútboðið að óskum mun virði fyrirtækisins fara yfir 100 milljarða dollara. 15. maí 2012 11:44
Fréttaskýring: Söguleg skráning FB á markað Stefnt er að skráningu Facebook á markað 18. maí næstkomandi en samfélagsmiðillinn verður með einkennið FB á markaðsvaktinni í Bandaríkjunum. Skráningin er um margt söguleg en um er að ræða langsamlega umfangsmestu skráningu internetfyrirtækis í sögunni þegar horft er til markaðsvirðis við skráningu. 4. maí 2012 23:03
Facebook á markað - spenna á mörkuðum Mikill eftirvænting er meðal fjárfesta fyrir því þegar hlutir í Facebook verða teknir til viðskipta á skráðum markaði í Bandaríkjunum í dag. Á vef Wall Street Journal kemur fram að eftirvæntingin fyrir nýskráningu hafi ekki verið jafn mikil árum saman, en skráning Facebook er langsamlega stærsta skráning netfyrirtækisins í sögunni þegar horft til markaðsvirðis við skráningu. Félagið verður metið á um 104 milljarða dala, tæplega 13 þúsund milljarða, þegar það verður tekið til viðskipta, en það jafngildir um 38 dölum á hlut. 18. maí 2012 08:56
Facebook á markað á morgun Viðskipti með hlutabréf í Facebook munu hefjast á morgun. Sjaldan eða aldrei hefur verið beðið eftir nokkru hlutafjárútboði með eins mikilli eftirvæntingu. Búist er við því að eftirspurnin verði mikil og því mun verða seldur 25% stærri hlutur en áður hafði verið áformað að selja. Búist er við því að samkvæmt niðurstöðu útboðsins verði markaðsvirði fyrirtækisins 100 milljarðar dala, eða jafngildi 12600 milljarða íslenskra króna. Hins vegar hafa vaknað efasemdir um það hversu miklum hagnaði fyrirtækið getur skilað. 17. maí 2012 20:07
Meðstofnandi Facebook afsalar sér bandarískum ríkisborgararétti Eduardo Saverin, meðstofnandi Facebook, hefur afsalað sér bandarískum ríkisborgararétti. Þetta gerir hann aðeins nokkrum dögum áður en samskiptamiðillinn fer á hlutabréfamarkað. 14. maí 2012 14:15
Buffet ætlar ekki að fjárfesta í Facebook Warren Buffet, einn þekktasti og ríkasti fjárfestir heims, segir að hann ætli ekki að kaupa hlutabréf í Facebook þegar fyrirtækið fer á hlutabréfamarkað. Þetta sagði Buffet, sem er stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, rétt áður en hluthafafundur hófst í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Fjöldi fjárfesta er þar samankominn til þess að hlýða á Buffet fjalla um hugleiðingar sínar varðandi fjárfestingar og stöðu markaðarins. 6. maí 2012 19:58
Facebook mun opna vefverslun Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna. 10. maí 2012 12:49