Fótbolti

Höddi Magg hitti stuðningsmenn Bayern og Chelsea í miðborg München

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, er staddur í München í Þýskalandi þar sem hann ætlar að fylgjast með úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.

Leikur Bayern München og Chelsea hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hörður ætlar að lýsa leiknum en upphitun Þorsteins Joð hefst klukkan 17.45.

Hörður skellti sér á Marienplatz í miðborg München í dag og hitti nokkra stuðningsmenn liðanna fyrir leikinn í kvöld. Það er löngu uppselt á leikinn og margir að reyna að ná sér í miða en miðarnir fara á svörtu á bilinu þrjú til fjögur þúsund evrur eða frá 488 til 650 þúsund íslenskar krónur.

Hörður segir frá því að margir hafi komið til sín og spurt hvort að hann ætti miða á leikinn en svo er nú ekki. Það er hægt að sjá hvernig stuðningsmönnum Bayern München og Chelsea lýst á þennan úrslitaleik með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×