Fótbolti

Byrjunarliðin í München: Bertrand byrjar en Torres er á bekknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres er á bekknum.
Fernando Torres er á bekknum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jupp Heynckes, þjálfari Bayern og Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea hafa tilkynnt inn byrjunarliðin sín í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hefst klukkan 18.45 á Allianz Arena í München. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport.

Ryan Bertrand er í byrjunarliði Chelsea og spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik á ferlinum en Fernando Torres þarf að sætta sig við að byrja á bekknum. David Luiz og Gary Cahill eru báðir leikfærir og byrja í miðri vörn Chelsea-liðsins.

Didier Drogba er einn upp á toppnum hjá Chelsea en Salomon Kalou er á miðjunni með þeim John Obi Mikel, Juan Mata, Frank Lampard og Ryan Bertrand.

Bayern gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði 2-5 fyrir Borussia Dortmund í úrslitaleik þýska bikarsins en þær koma allar til vegna leikbanna. Diego Contento og Anatoliy Tymoshchuk koma inn í vörnina og Thomas Müller byrjar í staðinn fyrir Luiz Gustavo.



Byrjunarlið Bayern München: Neuer, Lahm, Boateng, Tymoschuk, Contento, Schweinsteiger, Kroos, Robben, Mueller, Ribery, Gomez.

Varamenn: Butt, Van Buyten, Petersen, Olic, Rafinha, Usami, Pranjic.

Byrjunarlið Chelsea: Cech, Bosingwa, Luiz, Cahill, Cole, Kalou, Mikel, Lampard, Bertrand, Mata, Drogba.

Varamenn: Turnbull, Essien, Romeu, Torres, Malouda, Ferreira, Sturridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×