Viðskipti erlent

Málverkið Ópið selt fyrir metfé hjá Sotheby´s

Málverkið Ópið eftir norska málarann Edvard Munch var selt á 120 milljónir dollara eða um 15 milljarða króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York í gærkvöldi.

Tveir kaupendur börðust lengi um verkið en báðir buðu þeir í það í gegnum síma. Ekki er vitað hver keypti verkið.

Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk á uppboði í sögunni og jafnframt hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir pastelverk.

Ópið er til í fjórum útgáfum en það sem boðið var upp var hið eina í einkaeigu. Það var Norðmaðurinn Petter Olsen sem átti verkið en faðir hans var velgjörðarmaður Munch. Olsen ætlar að nota andvirði verksins til að byggja listasafn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×