Viðskipti erlent

Gleymd auglýsing Apple komin í leitirnar

Gleymt og grafið framhald auglýsingarinnar „1984" sem Apple framleiddi hefur nú komið í leitirnar. Auglýsingin ber vitni um það að jafnvel Steve Jobs gat gert mistök.

Apple kynnti Macintosh tölvuna árið 1984. Kvikmyndagerðamaðurinn Ridley Scott var fenginn til að leikstýra auglýsingunni en hún átti að lýsa einræði IBM og Microsoft á tölvumarkaðinum.

Auglýsingin þótti mikið tímamóta verk en framhald hennar fékk dræmar viðtökur. Steve Jobs bregður sér þar í hlutverk Franklin Delano Roosevelt og ávarpar bandamenn í seinni heimstyrjöldinni.

Tvær útgáfur af auglýsingunni voru framleiddar. Styttri útgáfuna má sjá hér fyrir ofan en þar er Steve Jobs í aðalhlutverki. Lengri og ítarlegri útgáfu má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×