Fótbolti

Robben samdi við Bayern til ársins 2015

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arjen Robben var kátur á æfingu í dag.
Arjen Robben var kátur á æfingu í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hollendingurinn Arjen Robben ætlar að spila áfram með þýska liðinu Bayern Munchen en hann gekk í dag frá nýjum samningi sem nær til ársins 2015. Robben hefur spilað með Bayern frá árinu 2009.

Arjen Robben er 28 ára kantmaður sem hefur aldrei verið svona lengi hjá einu félagi. Hann var í tvö ár hjá PSV, þrjú ár hjá Chelsea og í tvö ár hjá Real Madrid.

„Ég hef alltaf lagt áherslu á það að mér líður vel í Munchen og hjá FC Bayern. Það er ástæðan fyrir því að ég framlengdi samninginn áður en hann rann út. FC Bayern er eins og fjölskyldan mín. Tvö af þremur börnum mínum eru fædd í Munchen og allri fjölskyldunni líður vel hérna," sagði Arjen Robben.

Robben hefur skorað 17 mörk í 33 leikjum með Bayern á tímabilinu þar af 5 mörk í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Bayern er komið í úrslitaleikinn og á Robben þá möguleika á því að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×