Um 115 þúsund störf urðu til í Bandaríkjunum í apríl, samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun, en atvinnuleysi mælist nú 8,1 prósent. Það er minnkun frá stöðunni sem var í mars, en þá mældist atvinnuleysið 8,2 prósent.
Vonir stóðu til þess að fleiri ný störf yrðu til apríl, og spáðu sérfræðingar því að um 120 þúsund ný störf yrðu til.
Meginvandinn þegar kemur að atvinnuleysi í Bandaríkjunum er mikill fjöldi þeirra sem hafa verið án vinnu í langan tíma. Sá fjöldi er nú 5,1 milljón, að því er breska ríkisútvarpið greindi frá í morgun.
Viðskipti erlent