Warren Buffet, einn þekktasti og ríkasti fjárfestir heims, segir að hann ætli ekki að kaupa hlutabréf í Facebook þegar fyrirtækið fer á hlutabréfamarkað. Þetta sagði Buffet, sem er stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, rétt áður en hluthafafundur hófst í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Fjöldi fjárfesta er þar samankominn til þess að hlýða á Buffet fjalla um hugleiðingar sínar varðandi fjárfestingar og stöðu markaðarins.
Segja má að Buffet sé nokkurskonar goðsögn í viðskiptaheiminum og á viðskiptavef Daily Mail er sagt frá því að yfirlýsingar hans hafi stundum haft veruleg áhrif á hlutabréfamarkaði. Það er því búist við því að yfirlýsingar hans muni ekki gleðja þá sem hafa lagt fjármagn í Facebook.
Viðskipti erlent