Viðskipti erlent

Besta frumsýningarhelgi allra tíma - stefnan tekin á Avatar

„The Avengers" var frumsýnd í Evrópu um síðustu helgi.
„The Avengers" var frumsýnd í Evrópu um síðustu helgi.
Frumsýningarhelgi kvikmyndarinnar „The Avengers" í Bandaríkjunum var vægast sagt góð - myndin sló öll met og þénaði rúmlega 200 milljón dollara eða um 25 milljarða króna.

Er þetta besta frumsýningarhelgi allra tíma en síðasta kvikmyndin um Harry Potter var áður í efsta sæti með tæpar 170 milljón dollara í tekjur á frumsýningarhelgi sinni.

„The Avengers" var frumsýnd í Evrópu um síðustu helgi og fór hún í efsta sæti vinsældarlista í flestum löndum.

Það er Disney sem framleiðir kvikmyndina en samkvæmt tölum frá fyrirtækinu hefur „The Avengers" alls þénað 641.8 milljón, eða rúma 80 milljarða, og það á einni viku.

Það lýtur því út fyrir að „The Avengers" verið ellefta kvikmyndin til að þéna meira en milljarð dollara. Á meðal þeirra mynda sem náð hafa þessu takmarki eru meðal annars „Avatar" og „Titanic."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×