Viðskipti erlent

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram í Danmörku

Gjaldþrotum fyrirtækja í Danmörku fækkaði áfram í apríl s.l. þriðja mánuðinn í röð. Hafa gjaldþrotin ekki verið færri í einum mánuði síðan í árslok árið 2008 að því er kemur fram í nýjum tölum frá dönsku hagstofunni.

Þannig urðu 383 fyrirtæki gjaldþrota í apríl á móti 410 fyrirtækjum í mars s.l. Steen Bocian aðalhagfræðingur Danske Bank segir að höfuðástæðan fyrir því að gjaldþrotum fyrirtækja fækkar svona mikið séu sögulega lágir vextir sem létti undir með fjármagnskostnaði þeirra. Þar að auki séu flest fyrirtækin sem urðu hvað harðast úti í fjármálakreppunni þegar orðin gjaldþrota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×