Viðskipti erlent

Pólitískur titringur í Evrópu skekur markaði

Pólitískur titringur í Evrópu og vaxandi hætta á því að ríkissjóðir í Suður-Evrópu, einkum Grikkland og Spánn, lendi í greiðsluvanda, skók markaði í dag að því er segir á vef Wall Street Journal, en víðast hvar einkenndust hlutabréfamarkaðir af rauðum tölum lækkunar. Þannig lækkaði FTSE 100 vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu um 1,78 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 0,59 prósent.

Pólitísk óvissa í Grikklandi hefur aukist nokkuð síðustu daga, en nú er jafnvel talið raunhæft að Grikkir hætti við að koma niðurskurðartillögum til framkvæmda sem voru hluti af björgunarpakka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nær öruggt er talið, samkvæmt fréttum Wall Street Journal, að það myndi leiða til gjaldþrots ríkissjóðs Grikklands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×