Viðskipti erlent

Aldrei fleiri gjaldþrot hjá dönskum verslunum

Verslunarrekstur í Danmörku á mjög undir högg að sækja og hafa gjaldþrot í verslunargeiranum aldrei verið fleiri í landinu.

Á fyrsta ársfjórðungi ársins fjölgaði gjaldþrotum í verslunargeiranum um 41% á meðan að fjöldi gjaldþrota hjá öðrum fyrirtækjum stóð í stað miðað við sama tímabili í fyrra.

Í börsen segir að það séu einkum verslanir á landsbyggðinni í Danmörku sem leggja upp laupanna. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars stóraukin verslun Dana á netinu og verslun handan landamæra Danmekur, einkum í þýskum stórmörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×